Þetta helst

Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra I

Um 75 fuglategundir verpa á Íslandi en örfáir metnaðarfullir skoðarar hafa náð sjá margfalt fleiri tegundir. Í heildina hafa sést 410 fuglategundir á Íslandi. Fuglaskoðarasamfélagið hefur vaxið mikið undanfarna tvö áratugi, bæði með tilkomu snjallsímanna og svo auknum almennum áhuga á útivist og náttúrunni. Það eru meira segja til ákveðin hugtök sem bara fuglaskoðarar skilja, eins og vera tvittsari og dippari. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Daníel Bergmann, fugla- og náttúruljósmyndara, leiðsögumann og áhugamann um fugla, í þessum fyrri þætti af tveimur um sjaldgæfa fugla á Íslandi og skoðara þeirra.

Frumflutt

3. maí 2023

Aðgengilegt til

2. maí 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,