Þetta helst

Spotify og hlaðvörp fræga fólksins

Spotify er löngu búið leggja undir sig tónlistarmarkaðinn en tilraun streymisrisans til leika sama leik með hlaðvörp hefur reynst of kostnaðarsöm. Fyrr á árinu fengu 600 starfsmenn Spotify reisupassann og hefur 200 til viðbótar verið sagt upp. Öll úr hlaðvarpsdeildinni. Meðal þeirra sem ekki munu gera fleiri þætti fyrir Spotify eru engin önnur en aðals- og stjörnuhjónin Prins Harry og Meghan Markle sem feta í fótspor Barack og Michelle Obama sem sögðu skilið við streymisveituna sænsku í fyrra.

Sjónvarpskynnirinn, grínistinn, íþróttalýsandinn og konungur hlaðvarpanna, Joe Rogan er þó enn á sínum stað, ræðir við alla frá forsetaframbjóðendum demókrata til andstæðinga bólusetninga, reykir gras með Elon Musk og spjallar við Alex Jones.

Snorri Rafn Hallsson segir frá uppruna Spotify og tilraunum á hlaðvarpsmarkaði.

Frumflutt

22. júní 2023

Aðgengilegt til

21. júní 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,