Þetta helst

Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra II

Fuglaskoðun hefur verið viðurkennt áhugamál mjög lengi. Og eins og viðmælandi síðasta þáttar, ljósmyndarinn og fuglaskoðarinn Daníel Bergmann, benti á þá hafa flestir minnsta kosti smávegis áhuga á fuglum. Alex Máni Guðríðarson, viðmælandi þáttarins í dag, segir alvöru fuglaskoðun geti dansað á línunni mitt á milli áhugamáls og þráhyggju. Hann var lengi yngsti félagi Club 200, býr á Stokkseyri og byrjaði skoða fugla sex ára gamall. Hann náði mynd af næturgala í garðinum hjá sér um daginn og Flóaskríkja er uppáhaldið hans. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Alex í þessum síðari þætti um fuglaskoðarana á Íslandi og ástríðu þeirra: Sjaldgæfa flækingsfugla, skráningu þeirra og samfélagið sem fylgir þeim.

Frumflutt

4. maí 2023

Aðgengilegt til

3. maí 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,