Þetta helst

Galdrabrennur fortíðarinnar og réttlæti nútímans

Sunna Valgerðardóttir skoðar agnarsmáan anga af því sem varð formlega til á 17. öld og orsakaðist af fáfræði, valdaójafnvægi og ofbeldi: Nornaveiðar og galdrabrennur. Yfirvöld í Connecticut í Bandaríkjunum hafa hreinsað tólf manns af þeirri glæpsamlegu sök stunda galdra. Öll nema eitt höfðu verið myrt, hengd, fyrir vera annað hvort nornir eða galdrakarlar á 17. öld, en afkomendur þeirra börðust lengi fyrir því formæður þeirra og -feður yrðu sýknuð af þessum meintu glæpum. Þetta var lenska víða, taka fólk af lífi fyrir stunda galdra. Galdrafárið á Íslandi er til dæmis ekki einn af hápunktum íslenskrar menningarsögu. Og hefur bókmennta- og þjóðfræðidoktor spurt hvort íslensk stjórnvöld ætli ekki stíga skref til reyna bæta fyrir þau morð sem voru framin hér á 17. öld - þegar við ákærðum, dæmdum og brenndum sveitunga okkar fyrir kukl.

Frumflutt

1. júní 2023

Aðgengilegt til

31. maí 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,