Spegillinn

Spegillinn 21. janúar 2022

Spegillinn 21. janúar 2022

Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segir skemmdarverkin sem unnin voru á fjölmiðlinum og bíl hans í nótt og gærkvöld séu gerð af yfirlögðu ráði. Þarna hafi verið útsendarar einhvers á ferð

Stúlku, sem sakaði skólabróður sinn um kynferðisbrot í skilaboðum á samfélagsmiðli, var heimilt tjá sína upplifun, samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands. Ummæli hennar um meint brot piltsins gegn annarri stúlku voru aftur á móti dæmd ómerk.

Skipstjóri á Herjólfi hefur verið lækkaður í tign og fengið áminningu í starfi eftir kvartanir um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu bárust fyrirtækinu.

Hátt í fimmtíu þúsund kórónuveirusmit greindust í Rússlandi í gær. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Ekki stendur til herða smitvarnir þrátt fyrir það.

Sunnan og suðvestan hvassviðri skellur á landinu í kvöld. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðan og vestanverðu landinu með kvöldinu og gular viðvaranir fyrir norðan og austan. Nokkrum leiðum á Vestur- og Norðurlandi verður lokað í kvöld vegna veðursins.

Lengri umfjöllun:

Þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram undanfarið og greint frá ofbeldi af ýmsum toga. Yfirleitt greina þolendur frá reynslu sinni á samfélagsmiðlum, ýmist nafnlaust eða undir nafni. Vantraust þolenda í garð réttarkerfisins er ekki nýtt af nálinni. Lengi hafa þolendur efast um gagnsemi þess fara með mál fyrir dómstóla því litlar líkur séu á sakfellingu í slíkum málum. Í gær var haldið málþing á vegum lagadeildar Haskólans í Reykjavík um MeToo og réttarkerfið. Spegillinn ræddi við fjórar konur sem fluttu erindi á málþinginu, þær Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmann, dr. Margréti Einarsdóttur, prófessor við lagadeild HR, Dr. Maríu Rún Bjarnadóttur verkefnisstjóra gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra og Guðnýju Hjaltadóttur, lögfræðing sem stýrði málþinginu. Guðný fékk fyrst spurninguna sem var yfirskrift þingsins, getur verið réttarkerfið virki ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis? Bjarni Rúnarsson fjallaði um málþingið.

Norska prinsessan Ingrid Alexandra varð 18 ára í dag og í fyllingu tímans fullgild til stýra ríkisráði Noregs ef þess gerist þörf. Hún fæddist með þá framtíð fyrir fótum verða drottning. En hefur norska þjóðin verið spurð hvort hún vilji drottningu? Allt bendir til yfirgnæfandi stuðnings. Gísli Kristjánsson fjallar um málið.

Birt

21. jan. 2022

Aðgengilegt til

22. jan. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.