Spegillinn

23, nóvember 2021, Kjörbréfanefnd og þingsetning

Ágreiningur er um greinargerð undirbúningsnefndar um rannsókn kjörbréfa. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar telur meirihluta nefndarmanna vilja staðfesta kjörbréf miðað við seinni talninguna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í undirbúningskjörbréfanefnd skrifaði ekki undir greinargerðina. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Björn Leví. Bjarni Rúnarsson tók saman.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands hvatti þjóðina til samstöðu í faraldrinum við þingsetningu í dag. Réttur til sýkja aðra rangsnúinn réttur. Bjarni Pétur Jónsson tók saman.

Magnús Lárusson, hrossabóndi efast um mynd svissneskra dýrverndarsamtaka um blóðtökur úr fylfullum hryssum sýni viðtekin vinnubrögð. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir ræddi við hann. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun segir það mikil vonbrigði sjá alvarlega farið á svig við reglur um dýravelferð í myndinni.

Þriðjungur atvinnutónlistarmanna í Bretlandi hefur engar tekjur haft frá því heimsfaraldurinn braust út. Ásgeir Tómasson sagði frá.

------------

Skiptar skoðanir eru í kjörbréfanefnd um staðfestingar kjörbréfa og Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar hallast því Alþingi eigi ekki samþykkja öll kjörbréf á fimmtudaginn; það þýddi þá uppkosningu í Norðvesturkjördæmi. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks telur frekar samþykkja eigi kjörbréfin 63 sem Landskjörstjórn gaf út. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við þær.

Götulistaverk í Madrid á Spáni hefur enn á valdið deilum og sárindum á milli þeirra sem vilja gera upp valdatíma Frankós á síðustu öld og þeirra sem vilja láta kyrrt liggja. Kristján Sigurjónsson segir frá.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir.

Birt

23. nóv. 2021

Aðgengilegt til

24. nóv. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.