Spegillinn

Spegillinn 7.janúar 2022

Spegillinn 7. janúar 2022

Umsjón: Bjarni Rúnarsson

Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson.

Heilbrigðisráðherra hefur slakað á reglum um sóttkví þríbólusettra. Þríbólusettir sem eru útsettir fyrir smiti mega sækja vinnu eða skóla en mega ekki sækja mannamót, heilbrigðisstofnanir eða umgangast viðkvæma og þurfa áfram bera grímu.

Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Geirfinnsmálinu, segir ef endurupptöku á máli hennar verði hafnað þá málinu lokið. Þá geti hún ekki leitað réttar síns annars staðar.

Mál eins og það sem varð til þess fimm háttsettir menn í atvinnulífinu stigu til hliðar í gær finnast víðar í samfélaginu. Fólk í valdastöðum þarf umgangast samfélagsmiðla af nærgætni. Þetta segir prófessor í heimspeki.

Jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall er lokið og fluglitakóða verið breytt í gulan. Náttúruvársérfræðingar telja kvikuna undir fjallinu vera storkna og líkur á eldgosi fari dvínandi.

Talibanar í Afganistan biðja þjóðir heims um neyðaraðstoð. Þeir segja örbirgð blasa við milljónum landsmanna.

Lengri umfjöllun:

Fimm áberandi menn úr viðskiptalífinu á Íslandi stigu til hliðar í gær í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Málið hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eftir Vítalía Lazareva (Lasareva) greindi frá því í hlaðvarpinu Eigin konur hvernig mennirnir hefðu farið yfir mörk hennar í heitum potti í sumarbústaðarferð í desember 2020 og einnig í golfferð á síðasta ári. Mennirnir fimm voru stjórnarmenn í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og áberandi í viðskiptalífinu og fjölmiðlum. Orðrómur hafði verið á kreiki um brotin um nokkra hríð og stjórnir fyrirtækja sem sumir mannanna störfuðu hjá höfðu vitneskju um málið án þess aðhafast, fyrr en í gær.

Raforkuverð er í hæstu hæðum í Svíþjóð og hefur aldrei verið jafn hátt. Nýr iðnaður, orkuskipti og ytri aðstæður leiða óbreyttu til enn hærra raforkuverðs á næstu árum. Og því er vaxandi þrýstingur á kjarnorkuver verði byggð í landinu.

Almenn þátttaka í bólusetningum hefur verið mjög góð á Íslandi og stór hluti af ungbarnavernd meðfram mælingum og þroskamati er láta bólusetja börn. Við þriggja mánaða aldur eru þau bólusett við kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzu; mænusótt og pneumókokkum og fyrsta og hálfa árið fylgja sex sprautur til viðbótar. Þar sem við bætast bólusetningar við mislingum, hettusótt, rauðum hundum og hlaupabólu. Við fjögurra ára aldur er endurbólusett við kíghósta, barnaveiki og stífkrampa. Í uppgjöri Landlæknis á bólusetningum fyrir árið 2020 var þáttta

Birt

7. jan. 2022

Aðgengilegt til

8. jan. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.