Spegillinn

Loftslagsbreytingar, stríð frá sjónarhóli barna og Mottumars

Í Spegli kvöldsins verður fjallað um nýútkomna skýrslu um aðlögun loftslagsbreytingum.

Þá ræðum við um það hvernig eigi ræða við börn um stríðsátök, líkt og þau sem geysa í Úkraínu.

Milli átta og níu hundruð íslenskir karlar greinast með krabbamein árlega. Algengasta meinið er krabbi í blöðruhálskirtli. En karlarnir eru dáltíð tregir leita til læknis jafnvel þó þá gruni ekki allt með felldu. Þessu vill Krabbameinsfélagið breyta þegar Mottumars er byrjaður.

Helstu atriði frétta:

Fimm fórust í árás rússneska hersins á sjónvarpsturn sem stendur nærri minnisvarða um fórnarlömb helfararinnar í Kænugarði. Nærri 700.000 hafa flúið land frá upphafi innrásar.

Mannréttindasérfræðingur segir stöðuna í Rússlandi, vegna innrásar í Úkraínu, vera lok alls þess sem frjálslyndir Rússar hafi trúað á varðandi evrópsk gildi í landinu.

Forsætisráðherra segir ljóst hingað komi fólk á flótta undan stríðinu í Úkraínu. Ísland ætli svara því kalli. Þegar hafa um 20 manns sótt um hæli hér síðan átökin brutust út. Fjármálaráðherra segir stríðið geta valdið verðhækkunum og dregið úr landsframleiðslu hér á landi.

Um 130 þúsund manns hafa greinst hér á landi með covid 19 frá því fyrsta smitið greindist hér á landi fyrir 2 árum síðan. Reiknað er með faraldurinn nái hámarki sínu eftir um 2-3 vikur.

Fylgni er á milli frelsis í skemmtanalífi og tilkynntra nauðgana. Átak er hafið um fylgjast með allt í lagi á djamminu.

Lengri umfjöllun:

Samfélög þurfa laga sig loftslagsbreytingum og grípa til tafarlausra aðgerða. Tíðari þurrkar með tilheyrandi gróðureldum og öfgafyllra veðurfar er veruleiki sem fólk þarf búa sig undir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu vinnuhóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út í gær.

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) gefur á nokkurra ára fresti út matskýrslur þar sem vísindaleg þekking á loftslagsbreytingum er dregin saman með megináherslu á breytingar af mannavöldum. Verkinu er skipt niður á þrjá vinnuhópa og skoðar fyrsti orsakir og umfang loftslagsbreytinga. Annar hópurinn, sem hér er fjallað um, skoðar afleiðingar þeirra fyrir náttúru og samfélög og til hvaða úrræða megi grípa til aðlagast breytingunum. Þriðji hópurinn skoðar síðan hvernig hægt er draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Skýrsla vinnuhóps 1, í sjöttu matskýrslunni, kom út í ágúst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Önnu Huldu Ólafsdóttur, forstöðumann skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands.

Á

Birt

1. mars 2022

Aðgengilegt til

2. mars 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.