Spegillinn

17. jan. 2022. Skortur á sóttvörum, sprengigos og kosningalög

Litlu munaði covid-sjálfspróf seldust upp hér á landi í síðustu viku. Framboð og eftirspurn sveiflast hratt og afhendingartíminn er langur segir Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, sem sem flytur inn sóttvörur. María Sigrún Hilmarsdóttir talaði við hann.

Ríkisstjórnin tekur stöðuna í faraldrinum ekki alvarlega mati stjórnarandstöðunnar sem segir fjarveru fjármálaráðherra bera því vitni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Jóhann Páll Jóhannsson (S), Birgir Árnason (D) og Andrés Ingi Jónsson (P).

Tæplega fimm hundruð íbúðir eru á sölu í höfuðborginni við áramót. Miklu færri en þær voru fyrir tveimur árum þegar þær voru tvö þúsund og tvö hundruð á sama tíma. Arnar Björnsson talaði við Kára S. Friðriksson, hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

minnsta kosti tólf létust í jarðskjálfta í vesturhluta Afganistans í dag. Hann var fimm komma þrír stærð og fannst í nokkrum nágrannalöndum. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Byrjað var bólusetja fimm ára börn á höfuðborgarsvæðinu í Laugardalshöll í dag. Dagný Hængsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mæting hafi verið dræm og það séu vonbrigði. Arnar Björnson talaði við hana.

-----------

Enn er ekki fulljóst hvað gerðist og hve mikill kraftur neðansjávareldgoss sem varð á eyjunum Hunga-Tonga og Hunga-Haapai um helgina segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. En þetta var mjög stór atburður. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Pál.

Breytingar á kosningalögum hafa það í för með sér framvegis verður leyfilegt hafa færanlega kjörstaði. Eva H. Önnudóttur, prófessor í stjórnmálafræði vonar það auki kjörsókn jaðarsettra hópa og yngri kjósenda. Bjarni Rúnarsson talaði við hana.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Birt

17. jan. 2022

Aðgengilegt til

18. jan. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.