Spegillinn

Spegillinn 30. september 2021

Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Keili í dag. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna ekkert ris, og því enn óvíst hvort jarðhræringar eru vegna kvikuhreyfinga.

Viðræðum um ríkisstjórnarsamstarf miðar vel hjá formönnum stjórnarflokkanna þriggja en allt er þar á óformlegum nótum enn. Haukur Holm sagði frá.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir niðurstöðu Alþingiskosninganna vonbrigði. Þó hægt miklum árangri með þriggja manna þingflokki.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur óskað eftir því gefa skýrslu hjá lögreglu vegna ásakana á samfélagsmiðlum um hann tengist ofbelidsmáli í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum.

Fjórtán covid smit voru staðfest á Akureyri í dag flest hjá grunnskólabörnum.

Fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur óskað eftir því gefa skýrslu hjá lögreglu vegna ásakana á samfélagsmiðlum um hann tengist ofbelidsmáli í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum

Covid-19 smit greindust bæði á kosningavöku Pírata og Framsóknarmanna um helgina en ekki er enn ljóst hvort útbreiðsla hafi verið mikil. Yfir fimm þúsund hafa greinst með sjúkdóminn frá fyrsta júlí, en af þeim hafa 110 þurft leggjast inn á sjúkrahús. Þórólfur Guðnason segir þetta sýni mikilvægi þess halda í sóttvarnaaðgerðir, þó önnur lönd séu farin aflétta. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir ræddi við Þórólf.

Ítalir eru furðu lostnir yfir þungum dómi yfir bæjarstjóra í smábæ sem skaut skjólshúsi yfir ólöglega innflytjendur til efla atvinnulífið heima fyrir. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Brim áformar byggja nýja stóra uppsjávarverksmiðju á Vopnafirði. gamla er orðin of lítil og skipin svo lengi landa það tefur fyrir veiðum. Rúnar Snær Reynisson sagði frá.

---

Á meðan skjálftahrina á borð við þá sem er við Keili er í gangi getur alltaf dregið til tíðinda segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Búast við skjálftum sem fólk finnur fyrir í kvöld og nótt. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristínu Jónsdóttur.

Aukin úrkomuákefð og þéttari byggð valda því álagið á fráveitukerfi borga og bæja eykst. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni til bregðast við þessu, fjölga grænum svæðum og blettum. Þetta kallast blágrænar ofanvatnslausnir, uppfæra fráveitukerfi og beita stafrænni tækni. Fjóla Jóhannesdóttir er sérfræðingur í fráveitum hjá Veitum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hana.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: I

Birt

30. sept. 2021

Aðgengilegt til

30. des. 2021
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.