Spegillinn

Spegillinn 3. september 2021

Persónuvernd gerir alvarlegar athugasemdir við rangfærslur í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðafélaga. Helga Þórisdóttir, fForstjóri Persónuverndar segir persónuverndarlög notuð sem skálkaskjól til leyna gögnum. Hildur Margrét Jóhannsdóttir tók saman.

Bardagar hafa staðið undanfarna daga í Pansjír-dal norðan höfuðborgar Afganistans. Rótgróin andstaða er við talibana í dalnum. Bogi Ágústsson segir frá. Heyrist í Samir Abu Eid, fréttamanni SVT og hermanni sem berst gegn talibönum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segist ekki vita til þess nokkur hafi reynt villa á sér heimildir með stafrænum ökuskírteinum í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Skannar verða á öllum kjörstöðum segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman.

Slysavarnafélagið Landsbjörg fær þrjú skip í flotann á næstu tveimur árum. Meðalaldur skipa björgunarsveitanna er um 35 ár og eru þau án allra helstu grunnþægind.Örn Smárason verkefnisstjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir óspennandi til lengdar fara í útkall eftir útkall á illa búnum skipum. Sunna Valgerðardóttir ræddi við hann.

Vegglistaverkið Flatus Lifir, við Esjurætur, tekur stakkaskiptum á næstu dögum. Listakonan, Edda Karólína Ævarsdóttir, segist ætla halda textanum en hafa vegginn litríkari. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við hana.

-------------

Í fyrra leituðu 24 til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eftir hann tók til starfa um vorið. Í ár hafa þegar borist 40 mál og viðbúið þeim fjölgi í ljósi umræðu um íþróttahreyfinguna, segir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir sem sinnt hefur þessu starfi í rúmt ár. Til ráðgjafans geta allir í skipulögðu íþrótta og æskulýðsstarfi leitað finnist þeim á sér brotið án þess óttast afleiðingar.

Sigur talíbana í Afganistan gæti fyllt íslamska öfgamenn víða eldmóði og aukið líkur á hryðjuverkum, þótt sérfræðingar búist ekki við ódæðum á við þau sem

framin voru í Bandaríkjunum fyrir bráðum 20 árum. Ragnhildur Thorlacius segir frá.

Extinction Rebellion eru orðin alþjóðleg samtök sem hafa andæft undanfarið í London, upptaktur fyrir umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í nóvember. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Birt

3. sept. 2021

Aðgengilegt til

2. des. 2021
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.