Spegillinn

Spegillinn 26. Ágúst

?

minnsta kosti 60 féllu og 140 særðust í sprengingum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir afgönskum heilbrigðisstarfsmanni.

Blaðafulltrúi Pentagon staðfestir bandarískir hermenn séu í hópi þeirra sem létust í tveimur sprengjuárásum í Afganistan í dag. Talsmaður sjúkrahúss í Kabúl segir sex hafi látist á leið á sjúkrahúsið.

Forstjóri Landspítalans hafnar því of margir millistjórnendur séu á Landspítalanum á of háum launum, heldur bendi margt til þess fleiri stjórnendur þyrfti.

Sextán liggja á Landsspítalanum vegna COVID-19. Fjórir þeirra eru á gjörgæsludeild.

Fjárfesting í fólki er yfirskrift kosningaáherslna Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar sem kynntar voru í dag.

Sviðslistirnar fagna afléttingu sóttvarnaaðgerða á meðan veitingageirinn telur þær vonbrigði.

Kínverskar fjölskyldur mega eignast fleiri börn en nokkru sinni, undanfarna fjóra áratugi. Svo hefur dregið úr fólksfjölgun það mun vanta fólk á vinnualdri, nema fæðingum fjölgi og það getur hægt á hagkerfinu. er vandinn það vilja ekkert allir eiga fleiri en eitt barn. Ragnhildur Thorlacius sagði frá.

Norðmenn kjósa til þings 13. september. Tekist á um hvort og hvenær eigi stöðva alla olíuvinnslu við landið. Olía mengar og veldur hlýnun jarðar. Æ fleiri ungir kjósendur vilja róttækar aðgerðir til stöðva hlýnunina, þar á meðal Norðmenn hætti selja olíu. Ríkisstjórn á ekkert svar við þessu og fylgið hríðfellur. Gísli Kristjánsson í Osló sagði frá.

þegar bresk pólitík er koma úr sumarfríi liggur beint við huga stöðu stóru flokkanna tveggja, röðin komin Verkamannaflokknum. Skoðanakannanir eru ekki upplífgandi lesning fyrir flokksforystuna en spurningin er hvort vandinn liggur hjá leiðtoganum eða flokknum eða er einhver samþætting af hvoru tveggja. Sigrún Davíðsdóttir.

Birt

26. ágúst 2021

Aðgengilegt til

24. nóv. 2021
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.