Útvarp
Sjónvarp
Útvarp
KrakkaRÚV
UngRÚV
Beint
RÁS 1
RÁS 2
RONDÓ
Dagskrá
Leit
Þættir
Sæt og dýr í rekstri
Þau eru gómsæt, bráholl og þessi sem við gröðgum í okkur upp úr plastfötunni úr búðinni eru flutt hingað um langan veg. En bláber vaxa villt á Íslandi. Er ekki hægt að rækta þau í…
Læknarnir og blaðamaðurinn
Flest höfum við rekist á fréttir um lækninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem er grunaður um að hafa sett sex sjúklinga sína á lífslokameðferðir að tilefnislausu. Málið hefur verið…
Lúxusgistingar á Íslandi og vafasamar stjörnur
Töluverður fjöldi fólks kemur hingað á hverju ári til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða: skoða hvali og kindur, borða hvali og kindur, baða sig í heitu vatni, horfa…
Banabiti besta veitingastaðar í heimi
Andarhöfuð, hreindýraheilabúðingur, lifandi maurar, bjarnarkaramella og súkkulaðimosi. Þetta eru aðeins nokkrir af þeim réttum sem aldrei aftur verða í boði á matseðli hins heimsfræga…
Eldgosaminni án Eyja
Eldgosið í Vestmannaeyjum er 50 ára í dag, stórafmæli. Þó við séum sum með lélegt veðurminni þá er eldgosaminnið okkar nokkuð gott. Það hefur gosið hingað og þangað um landið nokkuð…
Þarf alltaf að vera vín? En tevín?
Sífellt meira úrval er af óáfengum drykkjum, óáfengum bjór, óáfengu víni - tevíni hverskonar. Og þetta er vinsælt. En hvernig er með áfengisneyslu? Hefur hún minnkað eitthvað eða jafnvel…
Djúpvitra gervigreindarofurmennið
Gervigreindin Chat GPT er að slá í gegn. Fyrirsagnir á borð við Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? og Gervigreind þvingar íslenska skóla til endurskoðunar hafa ratað á forsíður…
Vinirnir sem ætluðu að fremja hryðjuverk II
Þingfesting fyrsta sakamáls sinnar tegundar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sakborningarnir tveir, menn á þrítugsaldri sem hafa verið vinir um nokkurt skeið, eru sakaðir um…
Vinirnir sem ætluðu að fremja hryðjuverk I
Fyrsta hryðjuverkamálið á Íslandi verður þingfest í vikunni. Sakborningarnir eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka, hlutur annars virðist þó vera meiri en hins. Mennirnir tveir…
Frostaveturinn mikli og frostaveturinn núna
Það hefur verið frost hjá okkur nær undantekningalaust frá því í byrjun desember. Hitinn hefur rétt skriðið yfir frostmark örfáa daga og kuldakreistur eru orðnar langþreyttar á ástandinu.
Skóburstarinn sem varð forseti 215 milljóna manna
Hann hefur setið í fangelsi í tvígang, hann er alinn upp í sárri fátækt og barnamergð, hann lærði að lesa þegar hann var 10 ára og seldi hnetur og burstaði skó í barnæsku til að hafa…
Þolendur trúarofbeldis II
Síðari þátturinn af tveimur um afleiðingar trúarofbeldis og skaðlegra sértrúarsafnaða á Íslandi. Nokkrir fyrrverandi safnaðarmeðlima Votta Jehóva stofnuðu stuðningshóp síðasta vor…
Þolendur trúarofbeldis I
Trúarofbeldi er tiltölulega nýtt hugtak á Íslandi. Í allri umræðunni um metoo, kynferðisofbeldi, átak yfirvalda í heimilisofbeldismálum, hefur þetta fyrirbæri, ofbeldi í nafni trúar,…
Vandræðagangur Kevins míns McCarthy
Repúblikaninn frá Kaliforníu, Kevin McCarthy, var fyrir helgi kjörinn forseti fulltrúardeildar bandaríska þingsins eftir að flokkur hans vann nauman meirihluta þar í miðkosningunum…
Landsbyggðaveldi á völtum fótum
Landsbyggðafjölmiðillinn N4 hefur verið svolítið í sviðsljósinu undanfarið. Fjárhagsstaða miðilsins er slæm og hefur framkvæmdastjórinn sagt að einungis séu til peningar til að starfa…
Hví eru hér svona margir kettir?
Kettir skjóta reglulega upp kollinum, hvort sem það er í borgar- eða bæjarlandinu, á Internetinu, í lögum og sögum, bíómyndum eða fréttum. Akureyskir kettir hafa líklega verið hvað…
Tvenn jól Úkraínumanna
Nú þegar Íslendingar eru við það að kveðja jólin búa aðrir sig undir að fagna fæðingu frelsara síns, það er að segja milljónir kristinna manna í rétttrúnaðarkirkjunni. Úkraínumenn…
Hvað ef eitthvað kæmi fyrir Pútín?
Hver tæki við stjórnartaumunum í Rússlandi ef að eitthvað kæmi fyrir Pútín Rússlandsforseta? Yrði stjórnskipan landsins fylgt? Eru embættismenn í Rússlandi allir undir hælnum á Moskvuvaldinu?…
Konungi eitraðrar karlmennsku stungið í steininn
Mörg hlógum við að TikTok foreldrunum í áramótaskaupinu sem sáu sér þá eina leið færa að verða samfélagsmiðlastjörnur til að ná athygli barna sinna. TikTok er enda sá samfélagsmiðill…
Konur ársins 2022
Þetta helst kom víða við á síðasta ári. Við tókum saman og greindum innlend og erlend fréttamál, oft málefni líðandi stundar. En stundum köfuðum við ofan baksögu þeirra persóna og…
Flugeldar: Geyma eða gleyma?
Þetta er síðasti þáttur ársins af Þetta helst og því viðeigandi að kveðja 2022 á þann hátt sem við þekkjum best: Með flugeldum. Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni…
Er ný COVID bylgja á leiðinni?
COVID faraldurinn hefur náð sér á strik í Kína, talið er að allt að 250 milljónir hafi smitast af pestinni á fyrstu þremur vikunum í desember eftir að ströngum stóttvarnarreglum var…
Afgerandi niðurstöður 6. janúar-nefndarinnar um ábyrgð Trumps
Vonandi hafa flest fengið einhverja verðskuldaða hvíld þessi stuttu jól sem nú eru að líða. En fá eiga líklega jafn mikið skilið hvíld og rannsóknarnefnd fulltrúadeildar bandaríska…
Tasmaníutígurinn snýr aftur (e)
Við höfum af og til undanfarin ár heyrt af tilraunum vísindamanna til að vekja loðfílinn, sem dó út fyrir um fjögur þúsund árum, aftur til lífsins með erfðatækni. Á dögunum kynntu…
Fangelsismúrarnir áþreifanlegastir yfir hátíðarnar
Allir menn eru tilfinningaverur og fangar upplifa sitt ófrelsi mjög sterkt þegar jól ganga í garð. Eðlilega hugsa þeir til heimila sinna og bernskujóla og oft er mikill tregi og söknuður…
Mandarínuneyslan er mest í myrkrinu
Þetta helst fagnar þessum dimmasta degi ársins með mandarínuþætti. Mandarínur eru fáanlegar á Íslandi allt árið, en flest tengjum við þær við jólin. Og það er góð ástæða fyrir því.
Glæsilegur grískur þingmaður og ítalskur kærasti í kafi í spillingu
Einn núverandi þingmaður sósíaldemókrata á Evrópuþinginu og annar fyrrverandi sitja í varðhaldi í Brussel. Þau eru ásamt öðrum sökuð um spillingu, glæpastarfsemi og peningaþvætti.
Drápsvélmenni lögreglunnar í San Francisco
Meirihluti borgarstjórnar San Francisco í Kaliforníu samþykkti nú í lok nóvember nýja, og nokkuð sérstaka, lögreglureglugerð. Reglugerðin heimilar lögreglunni að drepa grunaða einstaklinga…
Ófærðin, litakóðarnir og stopult veðraminni Íslendinga
Það er vetrarveður og hvassviðri víðast hvar um landið með tilheyrandi ófærð. Samgöngur eru farnar úr skorðum, þjóðvegir lokaðir, strandaglópar eru fastir hér og þar og flugumferð…
Lögfræðingurinn á Sri Lanka þátttakandi í alþjóðlegu barnasmygli
84 börn voru ættleidd til Íslands á árunum 1984 til 1986. Nú grunar einhver þeirra, og sum vita fyrir víst, að ættleiðingargögn þeirra séu fölsuð. Í gögnum íslenska dómsmálaráðuneytisins…
Hafnfirska stórstjarnan með myrku tónana
Tónskáldið Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir er tilnefnd til verðlauna gagnrýnenda, Critic's Choice Awards, fyrir tónlist sína í tveimur kvikmyndum, Tár og Women Talking. Hildur er…
Harmsaga Helguvíkur
Það er kuldnæðingur í Helguvík eins og víðar þessi dægrin. Suðurnes hafa lengi jaðrað við frostmark þegar kemur að atvinnumálum. Atvinnuleysi hefur verið hlutfallslega hæst suður með…
Valdaránsdraumórar og samsæriskenningar Reichsbürger hreyfingarinnar
Þýska lögreglan og öryggissveitir réðust nú á miðvikudagsmorgninum 7. desember í eina umfangsmestu aðgerð í sögu Sambandslýðveldisins. Um 3.000 manns tóku þátt í 130 samstilltum rassíum…
Sorgarþríhyrningur Östlund og mistökin sem gera okkur mannleg
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru haldin á Íslandi um síðustu helgi. Og það var kvikmynd leikstjórans Ruben Östlund, Triangle of Sadness, Sorgarþríhyrningurinn, sem var valin best…
Skærasta vonarstjarna Repúblikanaflokksins
Ron DeSantis er nú um stundir helsta vonarstjarna Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum. DeSantis var nýlega endurkjörinn ríkisstjóri Flórída og þykir líklegur til að demba sér í slaginn…
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, var í lok síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Landsréttur…
Balenciaga í bobba vegna BDSM og ásakana um barnaníð
Franska hátískufyrirtækið Balenciaga er í vandræðum þessa dagana. Tískuhúsið var stofnað fyrir rúmri öld af spænska fatahönnuðinum Cristobal Balenciaga og hefur á skömmum tíma bæði…
Dularfulla morðgátan í Idaho
Fyrir rúmum þremur vikum, aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember, voru fjórir háskólanemar myrtir á hrottafenginn hátt í húsi í háskólabænum Moscow í Idaho í Bandaríkjunum. Öll höfðu…
Sýklalyfjaónæmi: ?Tími bollalegginga liðinn?
Talið er að fyrsta sýklalyfið sem fundið var upp hafi bjargað 200 milljón mannslífa á þeim 80 árum sem það hefur verið í notkun. Síðan hefur fjöldi sýklalyfja verið settur á markað…
Er heita vatnið að klárast?
Á dögunum bárust fréttir af því að mögulega þyrfti að skerða þyrfti heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu og víðar ef veturinn reyndist kaldur. Í Þetta helst í er spurt hvaðan heita vatnið…
Faraldur kvennamorða um allan heim
Konumorð, kvenmorð, kvennamorð. Morð á konum. Þjóðfélagið hefur ekki enn komið sér saman um hvað skuli kalla hið óhugnanlega fyrirbæri Femicide eða kynbundin morð á konum. Staðreyndin…
Hlutverk íslenskrar skógræktar í baráttunni við loftslagbreytingar
Ísland telst seint skógi vaxið. Stóraukin skógrækt er eitt þeirra verkefna sem stjórnvöld ætla að leggja áherslu á í loftslagsmálum. Samkvæmt mælikvörðum stjórnvalda hefur bæði fjöldi…
Maðurinn sem má hvorki heita Lúsífer né stofna trúfélag
Ingólfur Örn Friðriksson má ekki breyta nafninu sínu í Ingólf Lúsífer Þorsteinsson því það gæti orðið honum, og mögulega þeim börnum sem fengju það nafn í framtíðinni, til ama. Lúsífer…
Gengjastríðið í miðborg Reykjavíkur
Það var rétt fyrir miðnætti, á fimmtudagskvöldinu 17. nóvember, sem stór hópur svartklæddra manna réðst inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur. Mennirnir voru…
Rauðhærði svisslendingurinn sem leið allskonar
Heimsmeistaramótið í Katar er byrjað og fer á spjöld sögunnar fyrir margra hluta sakir. Gagnrýni á gestgjafana, Katara, fer eiginlega miklu hærra heldur en fótboltinn sjálfur, spillingarsaga…
Artemisaráætlun NASA og framtíð mannkyns
Eldflaugar, NASA og tunglferðir Bandaríkjamanna fyrr og nú eru umfjöllunarefni þáttarins. Í fyrsta sinn síðan árið 1972 hyggst geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, koma mannfólki…
Skuldugur sjónvarpspredikari á Omega
Landsréttur staðfesti dóm í máli Eiríks Sigurbjörnssonar, Eiríks á Omega, í síðustu viku. Eiríkur hafði verið dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og um 110 milljóna króna sektargreiðslu…
Leiðtogar Bandaríkjaþings, kaþólikki, samlokur og rottur
Þáttur dagsins er helgaður leiðtogum Demókrata og Repúblíkana á Bandaríkjaþingi - áhrifamesta fólkinu í stjórnmálum þar. Þetta eru Repúblíkaninn Kevin McCarthy, sem sennilega verður…
Vítisenglar á Íslandi
Brottvísanir útlendinga héðan hafa verið svolítið í fréttum undanfarnar vikur. Í síðustu viku bárust einmitt svoleiðis fréttir, þó ólíkar þeim sem við heyrðum þegar hælisleitendur…
Hver er Cristiano Ronaldo og hvað er hann að spá?
Í Þetta helst verður fjallað um fótboltastjörnuna Cristiano Ronaldo, dreng sem ólst upp í fátækt í skugga alkóhólisma á portúgölsku eyjunni Madeira og en varð einhver dáðasti íþróttamaður…
Rafmyntavetur í kortunum eftir gósentíð
Við dýfum okkur ofan í rafmyntir í þætti dagsins. Hugtak sem flest hafa heyrt um en færri kannski skilja hvað er. Það virðist vera skollinn á eins konar rafmyntavetur eftir ágætisgóðæri.
NATO og greinarnar sem hægt er að virkja
Í Þetta helst í dag veltum við Atlantshafsbandalaginu fyrir okkur, rifjum upp stofnfund þess úti í Washington, spáum í hvernig fjórða og fimmta grein stofnsáttmálans hljóma og hvaða…
Mikilvæg, óljós og flókin framtíð íslenskrar grænmetisræktunar
Það er kominn vetur og hinn eiginlegi uppskerutími er liðinn á Íslandi, að minnsta kosti þegar litið er til útiræktunar. En það er hægt að rækta alls konar, allt árið, það þarf bara…
Rótgrónar stofnanir sameinast
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að sameina tvær öflugar ríkisstofnanir í eina á næstunni - Landgræðslu ríkisins og Skógræktina. Þetta eru lykilstofnanir landsins þegar…
Fótboltinn og mannréttindabrotin í Persaflóa
Heimsmeistaramót karlalandsliða í fótbolta hefst í Katar eftir rúma viku. Það vakti undrun margra þegar þetta litla land í Persaflóa varð fyrir valinu. En það vakti óneitanlega mikinn…
Skýrsla um söluna á Íslandsbanka
Íslenska ríkið eignaðist allan Íslandsbanka árið 2015 og nánast síðan þá hefur það verið stefna að minnka eignarhald ríkisins í bankanum. Selja hluta hans. Söluferlið hófst í fyrra,…
Er internetheimur Zuckerbergs bara bóla?
Þær fregnir bárust í dag að Mark Zuckerberg ætlar að reka 11.000 starfsmenn META, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og Whatsapp, í dag. Þetta eru um 13 prósent af starfsflota fyrirtækisins…
Allt í járnum í bandarískum stjórnmálum
Í fréttaskýringaþættinum Þetta helst í dag þriðjudaginn 8. nóvember er horft vestur um haf. Það er kjördagur í Bandaríkjunum, svokallaðar midterms kosningar, það eru kosningar sem…
Útlendingarnir sem máttu ekki vera hérna
Útlendingar verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Eða reyndar þeir útlendingar sem voru sendir úr landi með leiguflugi til meginlandsins í síðustu viku. Þeir fimmtán útlendingar sem…
Moldríki bindindismaðurinn í Downing-stræti
Maðurinn sem breski Íhaldsflokkurinn hefur falið það verkefni að sigla hagkefinu í örugga höfn þykir nákvæmismaður. Hann er ungur, forríkur, hefur áhuga á tölfræði, er bindindismaður…
Breiðfylkingin sem skrapp saman
Forysta Samfylkingarinnar var algjörlega endurnýjuð á landsfundi um síðustu helgi. Ný formaður, Kristrún Mjöll Frostadóttir, er tekinn við stjórnartaumunum. Flokkurinn heitir núna…
Elon Musk og frelsun fuglsins
Fuglinn er frelsaður, skrifaði Elon Musk, ríkasti maður heims, á internetið síðastliðinn föstudag. Fuglinn í þessu samhengi er samfélagsmiðillinn Twitter, frelsaður af Musk sjálfum,…
Mál ónefnda fótboltamannsins, Gylfa Sigurðssonar II
Það fer að nálgast eitt og hálft ár síðan Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton, lykilmaður í íslenska landsliðinu og raunar einn besti fótboltamaður…
Samherjar á sextugsaldri læsa saman hornum í formannsslag
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur skorað formanninn Bjarna Benediktsson á hólm. Guðlaugur vill verða taka við keflinu.
Skotárásir IV: Hið illa (e)
Fjórði og síðasti þáttur Katrínar Ásmundsdóttur um skotárásir. Fyrri þættir voru um árásina í Uvalde í Texas, tíðni skotárása, deilur um vopnaeign, pólitík og tilefni og hvatir að…
Skotárásir III: Hvatinn (e)
Þriðji þáttur af fjórum í seríu Katrínar Ásmundsdóttur um skotárásir í Bandaríkjunum. Í þættinum er rætt við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum…
Skotárásir II: Skotvopnalöggjöf (e)
Skotvopnalöggjöf og eldheitar umræður og deilur um skotvopnaeign í Bandaríkjunum eru á dagskrá í dag. Hart hefur verið tekist á um málið í áraraðir. Löggjöfin er æði frjálslynd í samanburði…
Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas (e)
Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp.
Guccimeistari, milljarðamæringur og svindlari
Um árabil var maður að nafni Ramon Abbas einn allra vinsælasti áhrifavaldur Nígeríu. Hann var með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hann stærði sig af lúxuslífstíl…
Alræmdasta óleysta morðmál Noregs
Birgitte Tengs var sautján ára gömul þegar hún fannst látin í kjarrgróðri við vegkant, skammt frá heimili sínu á Karmøy í sunnanverðum Noregi, í maí 1995. Hún hafði verið myrt. Í hönd…
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann (e)
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu.
Paradísareyjar urðu að eitruðum vígvelli
Bandaríkin gerðu tugi tilrauna með kjarnorkusprengjur á Marshall-eyjum, afskekktum eyjaklasa í Kyrrahafi, á árum kalda stríðsins, sem þá var á valdi Bandaríkjanna. Íbúar eyjanna sem…
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður ríkra? (e)
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þeim, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur…
Vandræði kvikmyndastjörnunnar Ezra Miller
Aðdáendur ofurhetjumynda hafa beðið árum saman eftir The Flash, kvikmynd um samnefnda kempu sem hlaupið getur á ofurhraða. Myndin var svo gott sem tilbúin árið 2018 en frumsýningu…
Taktísk kjarnavopn
Pútín Rússlandsforseti hefur ekki verið feiminn við að hóta kjarnorkustríði undanfarnar vikur. Rússland býr yfir tvö eða þrjú þúsund slíkum vopnum, nánar tiltekið taktískum kjarnavopnum.
Samsæriskenningasmiður sektaður um milljarð dollara
Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones er í vandræðum. Hann er einn sá alræmdasti sinnar tegundar í Bandaríkjunum og hefur þurft að súpa seyðið af því. Hann fullyrti trekk í trekk að…
Skiptar skoðanir um sögufrægt skip Shackletons
Fyrr á þessu ári fundu vísindamenn eitt frægasta skip í sögu landkönnunar á heimskautasvæðum á þriggja kílómetra dýpi í afskekktu og illfæru hafsvæði við Suðurskautslandið, skip sem…
Neysluskammtar gerðir refsilausir: Taka fjögur
Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn því. Þetta segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata,…
Djöfladýrkun og barnaníð í hollenskum smábæ
Smábær nokkur í Hollandi tapaði á dögunum dómsmáli gegn samfélagsmiðlinum Twitter. Bærinn Bodegraven krafðist þess að Twitter fjarlægði ummæli notenda um að í bænum væri starfræktur…
Annar Hollywoodframleiðandi ákærður fyrir kynferðisbrot
Metoo bylgjunar halda áfram að skella á heimsbyggðinni hver á fætur annarri, stórar og smáar. Í vikunni sem nú er að líða voru nákvæmlega fimm ár liðin frá því að bandaríska dagblaðið…
Vinur Pútíns í Téténíu
Einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta heima fyrir er forseti rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu, Ramzan Kadyrov. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu…
Lækningamáttur ofskynjunarsveppa
Íslenskir ofskynjunarsveppir, trjónupeðlur, eru farnir að skjóta reglulega upp kollinum, víðar en á umferðareyjum og öðru graslendi. Við sjáum nú hverja fréttina á fætur annari þar…
Harmleikur á leikvangi
125 létu lífið og mörg hundruð slösuðust í troðningi að loknum fótboltaleik í Indónesíu um helgina. Lögregla á fótboltaleikvanginum beitti táragasi á áhorfendur sem ruddust niður á…
Rafbyssuvæðing lögreglunnar í gegn um tíðina
Lögreglan á Íslandi er að vígbúast enn frekar - tilraunaverkefni með rafbyssur er að fara af stað. Lögreglan hefur reyndar viljað fá rafbyssur í tæpa tvo áratugi, umræðan um það var…
Sértrúarsöfnuður veldur usla í Japan
Trúarsöfnuður sem stofnaður var í Kóreu á sjötta áratug síðustu aldar og var upp á sitt besta á árum kalda stríðsins er í sviðsljósinu að nýju eftir morðið á Shinzo Abe, fyrrverandi…
Umdeild tilfærsla embættismanns milli safna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skipaði Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, í stöðu Þjóðminjavarðar í lok…
Elskar Hobbitann og hatast út í hinsegin fólk
Giorgia Meloni verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Ítalíu, eftir að flokkur hennar Fratelli d?Italia eða Bræðralag Ítalíu, vann stórsigur í þingkosningum á sunnudag. Hún…
Glæpavarnir lögreglunnar
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu er tilbúið í dómsmálaráðuneytinu og mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í viðtali í síðustu…
Dularfull dauðsföll rússneskra auðkýfinga
Frá því í byrjun árs hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern…
Bling Bretadrottningar
Eins og sjónvarpsáhorfendur sem fylgdust með útför Elísabetar II. Bretadrottningar á mánudag tóku eftir hvíldu krúnudjásn bresku konungsfjölskyldunnar á kistu þegar hún var borin…
Allt í fokki hjá Flokki fólksins
Það hefur ekki blásið byrlega fyrir Flokki fólksins undanfarið. Eftir það sem má kalla stórsigur í síðustu Alþingiskosningum og gott gengi í sveitarstjórnarkosningunum í vor, hefðu…
Haustlitirnir: Náttúran býr sig undir vetrarkomu
Haustið er uppskera sumarsins og undirbúningur fyrir veturinn. Náttúran breytir um lit til að leggjast í dvala, plönturnar færa næringuna niður í ræturnar og fella fagurgul laufin…
Skandall skekur skákheiminn
Skákheimurinn er í uppnámi eftir að grunur vaknaði um að ungur bandarískur stórmeistari, Hans Niemann, hafi svindlað í skák gegn norska meistaranum Magnusi Carlsen, á virtu skákmóti…
Endurgreiðslur til Hollywood á kostnað Kvikmyndasjóðs?
Kvikmyndabransinn á Íslandi er helst í dag. Á nýafstaðinni Edduhátíð notaði kvikmyndagerðarfólk flest tækifærið til að hvetja stórnvöld til að falla frá ríflega þrjátíu prósenta niðurskurði…
Tvísýn evrópsk gleðiganga í Belgrad
Yfirvöld í Belgrad, höfuðborg Serbíu, lögðu bann við samevrópskri gleðigöngu hinsegin fólks sem halda á í borginni á morgun, en gangan verður að líkindum gengin samt, samkvæmt síðustu…
R Kelly fær fleiri dóma
Bandaríski hip hop og r&b tónlistarmaðurinn Robert Kelly, R Kelly, var dæmdur í sumar í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda…
Samsæri eðlufólksins úr annarri vídd
Um árabil hefur breski samsæriskenningasmiðurinn David Icke reynt að vekja heimsbyggðina til vitundar um það sem hann álítur eitt mesta samsæri veraldarsögunnar, jú að heiminum sé…
Kamilla konungskona
Bretland hefur fengið nýjan konung eftir andlát Elísabetar annarar í síðustu viku. Karl Bretaprins, elsti sonur drottningarinnar, varð Karl þriðji Bretakonungur um leið og móðir hans…
Morðin í Saskatchewan
Þetta helst fjallar um fjöldamorðin í Saskatchewan-fylki Kanada í síðustu viku. Tíu voru myrtir í hnífárásum á afskekktu verndarsvæði frumbyggja í Kanada, sunnudaginn 4. september…
Elísabet Bretadrottning látin
Þetta helst er að þessu sinni tileinkaður Elísabetu 2. Bretadrottningar sem lést á fimmtudaginn 8. september, 96 ára að aldri. Birta Björnsdóttir fréttamaður reifar langa ævi og feril…
Konur í íslenskum fangelsum
Tíu konur afplána dóma í fangelsinu á Hólmsheiði. Hlutfall kvenna í fangelsi hefur farið hækkandi undanfarinn áratug og hefur verið á bilinu átta prósent til rúmlega ellefu. Það var…
Raunir Shamimu Begum
Lundúnastúlkan Shamima Begum var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún strauk að heiman og gekk til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi ásamt tveimur skólasystrum sínum á svipuðu reki.
Hver er nýjasti húsráðandi í Downingsstræti 10?
Mary Elizabeth Truss verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Truss er þingmaður fyrir Suðvestur Norfolk, hún er utanríkisráðherra, ráðherra kvenna og jafnréttis. Leiðtogi Íhaldsflokksins.
Bronsmunir frá Benín snúa heim
Fyrir 125 árum lögðu breskir nýlenduhermenn í rúst höfuðborg afrísks konungsríkis, Benín, þar sem nú er Nígería. Þeir myrtu fjölda manns og höfðu á brott með sér þúsundir listmuna…
Kynferðisbrot og kynferðisleg áreitni á Íslandi
Tvær skýrslur komu út í liðinni viku. Önnur kemur út árlega og hefur gert undanfarna áratugi, en hin er byggð á stórri rannsókn. Báðar snúa þær að kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi.
Langt ferðalag mjaldrasystra til Klettsvíkur
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít flytja ekki í sjókvína í Klettsvík í Vestmannaeyjum í ár, eftir að bátur sökk við kvína um miðjan ágúst. Flutningur mjaldranna úr sérstakri…
Aldrei fleiri dauðsföll vegna of stórra lyfjaskammta
Þetta helst fjallar í dag um banvænar afleiðingar ofskömmtunar lyfja, löglegra og ólöglegra. 31. ágúst er viðeigandi, alþjóðlegi ofskömmtunardagurinn, International Overdose Awareness…
Síðasti maður ættbálks síns látinn
Þetta helst fjallar um mann sem kallaður hefur verið ?holumaðurinn? og jafnframt einmanalegasti maður heims. Fyrir 26 árum réðust vígamenn á litla kofaþyrpingu, heimkynni ættbálks…
Stærsta kjarnorkuver Evrópu miðpunktur stríðs
Alheimurinn óttast að meiriháttar kjarnorkuslys kunni að vera yfirvofandi í stærsta kjarnorkuveri Evrópu, kjarnorkuverinu í úkraínsku iðnaðarborginni Zaporizhzhia. Rússneskt herlið…
Maðurinn sem fjármagnaði þjóðarmorðið í Rúanda
Í næsta mánuði mætir fyrir stríðsglæpadómstól í Haag maður nokkur um nírætt, sem sagður er þjást af elliglöpum og fleiri kvillum. Maðurinn, Rúandamaðurinn Felicien Kabuga, var handtekinn…
Feðginin Alexander Dugin og Darya Dugina
Á laugardagskvöldið 20. ágúst sprakk sprengja um borð í bifreið á ferð um fjörutíu kílómetra frá Moskvu. Ökumaður bílsins lét lífið. Hún hét Darya Dugina og var kunn sjónvarpskona…
Hálft ár af stríði í Úkraínu
Það er 24. ágúst, þjóðhátíðardagur Úkraínu, og nákvæmlega hálft ár liðið frá því að Vladimir Putin Rússlandsforseti skipaði herliði sínu að ráðast inn í Úkraínu og hertaka landið.
Hvað þýðir yfirlýsing um neyðarástand í loftslagsmálum?
Það ríkir einhvers konar neyðarástand í loftslagsmálum, um það erum við flest sammála um. Loftslagsbreytingar eru farnar að bíta. Hitabylgjur, flóð, dauði heilu tegundanna, skógareldar,…
Körfuboltastjarnan og vopnasalinn
Þetta helst fjallar um tvær manneskjur sem sitja í fangelsi, hvor í sínu landinu, sem orðið hafa að peðum í valdatafli stórveldanna. Bandarísk körfuboltastjarna hefur dúsað í fangelsi…
Hundrað kíló af kókaíni
Kókaín, og stór og smá mál því tengdu, eru á dagskrá Þetta helst í dag. Íslensk lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni í gámi sem var reynt að smygla hingað til lands í gegn um Sundahöfn…
Tasmaníutígurinn snýr aftur
Við höfum af og til undanfarin ár heyrt af tilraunum vísindamanna til að vekja loðfílinn, sem dó út fyrir um fjögur þúsund árum, aftur til lífsins með erfðatækni. Á dögunum kynntu…
Fangelsi er ekki staður fyrir veikt fólk
Fangelsi eru ekki gerð fyrir fólk sem er alvarlega veikt á geði, segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna. Margir þeir sem nú sitja inni eru þar vegna ofbeldisbrota og innan…
Umdeildir rostungar á ferð og flugi
Sjávarspendýr, stór og mikil, mörg hundruð kíló að þyngd með stórar skögultennur, eru til umfjöllunar í Þetta helst þætti dagsins. Vera Illugadóttir fjallar um rostunga sem hafa valdið…
Það helsta um Söngva Satans og dauðadóm æðsta klerksins
Þetta helst fjallar um meira en þrjátíu ára gamlan dauðadóm, sem var næstum því uppfylltur fyrir stuttu. Bresk - indverski rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn margítrekað á…
Afskipti Rússa af starfsemi Fréttablaðsins
Fréttablaðið birti í vikunni mynd af rússneskum fána sem var notaður sem dyramotta á úkraínsku heimili. Þetta helst fjallar um viðbrögð rússneska sendiráðsins hér í bæ á þeirri birtingu…
Drottningin hættir á toppnum
Serena Williams er óumdeilanlega ein besta og merkilegasta íþróttakona heims. Hún og systir hennar, Venus, eiga að baki frekar lygilega sögu og það er óhætt að segja að þetta heimsfræga…
Banvænar og óútreiknanlegar eldingar
Við ætlum að líta til himins. Að meðaltali deyja um 60 manns á dag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þó eru bara til heimildir um níu banaslys af völdum eldinga hér á Íslandi, en…
Alex Jones og málaferlin vegna Sandy Hook
Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var nýverið dæmdur til að greiða foreldrum drengs sem var myrtur í skotárásinni í Sandy Hook bætur. Jones hafði fullyrt ítrekað í þáttum…
Það gýs ekki bara á Íslandi
Þessa stundina, mánudaginn 8. ágúst 2022, eru um það bil 25 eldfjöll að gjósa í heiminum. Eitt gýs á Íslandi en sex eru spúandi í Indónesíu. Það er meira að segja eldgos í gangi á…
Afdrifarík heimsókn en engin tilviljun
Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fór til Taívan. Stutt heimsókn sem hefur reynst sérstaklega afdrifarík. Kínverjar eru sármóðgaðir og reiðir og Taívanir óttast…
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður ríkra?
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þeim, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur…
Þægilegar en skaðlegar blautþurrkur
65 tonnum af blautþurrkum er sturtað niður í klósett landsmanna á ári hverju. Þær eyðileggja fráveitukerfi, skapa ærin fjárútlát og menga umhverfið. Farið er yfir hvers vegna og hvernig…
Síkvik jörð Reykjanesskagans í gegn um tíðina
Jörð skelfur á Reykjanesskaganum. Þúsundir jarðskjálfta mælast nú á hverjum sólarhring, langflestir meinlausir þó, en nokkrir vel snarpir. Myndir hafa dottið af veggjum, dósir úr hillum,…
Hið alltumlykjandi njósnahagkerfi sem fáir sjá
Við þurfum að tala um njósnahagkerfið, stendur á heimasíðu Neytendasamtakanna. Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar…
Dramadrottningin í Dyngjufjöllum rumskar
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. Hún náði ekki alveg hundrað árum Þyrnirósarinnar, en nokkuð nálægt því. Sextíu ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150…
Vafasöm hegðun vararíkissaksóknara
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur búinn að koma sér í klandur vegna hegðunar sinnar á samfélagsmiðlum. Nú síðast fullyrti hann að hælisleitendur ljúgi til…
Bretar halda Júróvisjon með úkraínsku ívafi
Bretar halda Júróvisjon, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, á næsta ári, þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti í keppninni í ár. Sigurþjóðin, Úkraína, hefur því miður öðrum hnöppum…
Alþjóðlegt neyðarástand vegna apabólu
16.000 manns hafa nú greinst með apabólu í heiminum, í 75 löndum og fimm hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Níu hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu fréttum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin…
Furðulegar hitabylgjur í Evrópu
Hitabylgjurnar sem hafa geisað í Evrópu í sumar hafa kostað þúsundir lífið, brennt heimli fólks, garða, skóga, tún og hæðir. Heilu bæjarfélögin hafa verið rýmd af fólki og dýrum til…
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu.
Manndrápsfílar á Indlandi (e)
Við lítum aðeins aftur til Indlands í dag. Katrín Ásmundsdóttir kannaði svolítið sértakt mál þaðan. Mál sem fór eins og eldur í sinu um internetið, og vakti upp flóknar spurningar…
Kynlíf íslenskra ungmenna
Þriðjungi færri fimmtán ára stúlkur stunda kynlíf nú en í upphafi aldar hér á landi. Þetta leiða niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólabarna í ljós. Rannsóknin…
Manngerðar floteyjar í Kínahafi (e)
Í þætti dagsins ætlum við að líta aftur til Kína með Katrínu Ásmundsdóttur. Leiðir ríkja heims til að auka við völd sín og umsvif eru margar og fjölbreytilegar. Ein leið er að auka…
Gagnaverin sem fóðra símafíknina
Við erum öll sítengd. Það er okkar nýi veruleiki, eða hann er jafnvel ekkert svo nýr lengur. Fræðimenn segja snjallgræjurnar vera orðnar framlengingu sjálfsins - símann hina nýju hægri…
Sjarmerandi svikahrappar
Svikahrappar og loddarar leynast víða. Það mætti að minnsta kosti ætla miðað við allt afþreyingarefnið sem er í boði um þá: bíómyndir, hlaðvarpsseríur, Netflix-þáttaraðir, heimildamyndir…
Forsöguleg risatré í lífshættu
Nú geisar gróðureldur sem ógnar hundruðum risarauðviða í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Eldarnir breiðast hratt út og búið er að loka hluta þjóðgarðsins. Eldurinn hefur margfaldast…
Lúsmýið sem flestir, en ekki allir, hafa áhuga á
Það er miður júlí. Þá er oft við hæfi að líta til náttúrunnar og kannski helst þeirra hliða hennar sem hafa áhrif á okkur mannskepnuna. Flest höfum við verið bitin af agnarsmáum flugum…
Riða í mönnum og dýrum
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður, er fyrirsögn fréttaskýringar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Nú hefur verið staðfest að nærri 130 íslenskar kindur bera ákveðnar arfgerðir,…
Boris Johnson: Sagan, staðan og arfleifðin
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er búinn að segja af sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann hættir sem forsætisráðherra í haust, þó að í þessu tilviki sé haust að…
Framtíð kornræktar á Íslandi
Mikilvægi innlendrar kornræktar hefur aukist verulega undanfarin ár. Stjórnvöld hafa lofað að skoða leiðir til að efla innlenda matvælaframleiðslu til að tryggja fæðuöryggi landsins…
Íslensku Michelin-stjörnurnar
Ísland getur nú státað sig af tveimur veitingastöðum sem bera Michelin-stjörnu og eru þar með í hópi tæplega þrjú þúsund veitingastaða um allan heim. Langflestir staðirnir eru, eðli…
Vendingar í máli Emmett Till
Það eru liðin 67 ár frá því að Emmett Till, þá 14 ára gömlum, var rænt, hann pyntaður og loks myrtur á hrottafenginn hátt af tveimur mönnum. Tilefnið voru ásakanir ungrar konu um að…
Morðin í Field's í Kaupmannahöfn
Þrjú eru látin og fjögur liggja alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir að ungur, danskur maður hóf skothríð með riffli í Fields-verslurnarmiðstöðinni frægu. Lögreglan telur manninn hafa…
Ferill og fall R Kelly
Bandaríski tónlistarmaðurinn og stórstjarnan R Kelly var nýverið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun…
Umdeildar hvalveiðar Íslendinga
Hvalveiðar Íslendinga eru hafnar á ný eftir fjögurra ára hlé. Hvalveiðimenn segja markaðina betri en áður og vísindamenn fullyrða að stofnarnir standi vel. Nýleg könnun Maskínu fyrir…
Manngerðar eyjur kínverskra stjórnvalda
Leiðir ríkja heims til að auka við völd sín og umsvif eru margar og fjölbreytilegar. Ein leið er að auka við yfirráðasvæði sitt - færa út kvíarnar. En það getur verið erfitt og dýrt,…
Þungunarrofsdómurinn í Bandaríkjunum
Rétturinn til þungunarrofs er ekki lengur varinn í stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að nýr Hæstiréttur ógilti rúmlega fimmtíu ára gamlan dóm á jónsmessunni - Roe gegn Wade. Þessi 350…
Mannskæður jarðskjálfti í Afganistan
Minnst 1.150 létust og 1.500 slösuðust þegar jarðskjálfti, um sex að stærð, reið yfir suðausturhluta Afganistans aðfaranótt miðvikudagsins. Jarðskjálftar eru ekki óalgengir í Afganistan…
Dauðsföllin í Reynisfjöru
Tugir ferðamanna hafa lent í bráðri lífshættu við Reynisfjöru undanfarin ár og gráðugt Atlantshafsbrimið tekið þar fimm líf síðan 2013. Snúðu aldrei baki í öldurnar, segja heimamenn.
Samvist manna og fíla á 21. öldinni
Fíll réðst á og traðkaði niður sjötuga konu, Mayu Murmu, þar sem hún stóð og sótti vatn í brunn í þorpi í austurhluta Indlands, fyrr í mánuðinum. Konan var flutt á spítala þar sem…
Umsátrið í Hafnarfirði
Umsátursástand ríkti í norðurbænum í Hafnarfirði í allan morgun og fram yfir hádegi þegar maður á sjötugsaldri, vopnaður byssu, hóf skothríð af svölum íbúðar sinnar á kyrrstæðan bíl.
Ósáttu óperusöngvararnir II
Íslenska óperan er eiginlega eini starfsvettvangurinn fyrir klassískt menntaða söngvara þessa lands. En óánægjan með stofnunina og hvernig henni hefur verið stjórnað er svo mikil að…
Plastbarkalæknirinn sakfelldur í Svíþjóð
Sænskir dómstólar sakfelldu ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini - plastbarkalækninn - á fimmtudaginn. Hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir afar umdeildar plastbarkaígræðslur. Læknirinn…
Ósáttu óperusöngvararnir
Dómsmál óperusöngkonu gegn Íslensku óperunni verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Það hefur gustað hressilega um Íslensku óperuna undanfarin misseri vegna vangreiddra launa til söngvara…
Vitnaleiðslur vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar
Um þessar mundir fara fram opinberar vitnaleiðslur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra. Nefndin sakar Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta,…
Mál ónefnda fótboltamannsins, Gylfa Sigurðssonar
Tæpt ár er liðið frá því að Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti knattspyrnumaður íslenskrar fótboltasögu, var handtekinn á heimili sínu í Manchester, grunaður um kynferðisbrot. Á þessum…
Skotárásir IV: Hið illa
Við höfum fjallað um skotárásir að undanförnu í Þetta helst: árásina í Uvalde í Texas, tíðni skotárása, deilur um vopnaeign, pólitík og tilefni og hvatir að baki slíkum voðaverkum.
Umdeildar ófrjósemisaðgerðir II
Íslenska ríkið hefur greitt skaðabætur til fólks sem var gert ófrjótt án vitundar sinnar eða samþykkis, á grundvelli úreltra laga. Ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á að minnsta…
Skotárásir III: Hvatinn
Við höldum áfram umfjöllun okkar um skotárásir í Þetta helst. Í dag ræðum við við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri,…
Umdeildar ófrjósemisaðgerðir I
Fyrsta löglega ófrjósemisaðgerðin á Íslandi var gerð árið 1938, sama ár og lög sem heimiluðu slíkar aðgerðir voru sett. Lögin voru í gildi í tæp 40 ár og voru skráðar 726 ófrjósemisaðgerðir…
Skotárásir II: Skotvopnalöggjöf
Við fjöllum áfram um skotárásir í Þetta helst. Í dag einblínum við á skotvopnalöggjöf og eld heitar umræður og deilur um skotvopnaeign í Bandaríkjunum. Hart hefur verið tekist á um…
Meiðyrðamál Veðurguðsins
Við fjöllum um aðdragandann að meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar veðurguðs, sem hann tapaði í vikunni fyrir héraðsdómi. Dómurinn virtist koma mörgum að óvörum fyrst um sinn, en síðan…
Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas
Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp.
Depp gegn Heard
Við fjöllum í dag um réttarhöldin í meiðyrðar- og skaðabótamáli bandaríska leikarans Johnny Depp, gegn fyrrum eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. Réttarhöldunum er nýlokið, en…
Hatursorðræða og laga- og réttarkerfið
Eins og ófá dæmi hafa sýnt að undanförnu er hatursorðræða og -tjáning útbreitt samfélagsmein. Meinsemd sem virðist heldur færast í aukana. Í síðustu viku könnuðum við orsakir hatursorðræðu…
Þrír mánuðir frá innrás Rússa í Úkraínu
Þrír mánuðir eru frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu. Við fjöllum um stríðið, afleiðingarnar og stöðuna í Úkraínu ásamt Jóni Ólafssyni, prófessor og sérfræðingi í málefnum Rússlands,…
Umdeild útlendingalög
Til stendur að vísa 300 flóttamönnum og hælisleitendum af landi brott. Sú ákvörðun stjórnvalda hefur verið harðlega gagnrýnd, sem og nýtt frumvarp dómsmálaráðherra til útlendingalaga.
Biden lofar að koma Taívan til varnar
Spennan á milli Kína og Taívan hefur ekki verið meiri í fjörutíu ár. Kínverjar hafa að undanförnu aukið vígbúnað sinn nærri Taívan og varnarmálaráðherra landsins telur líklegt að Kínverjar…
Breytt heimsmynd eftir heimsfaraldur
Magnús Geir Eyjólfsson fjallar um breytta heimsmynd eftir Covid-19 faraldurinn í Þetta helst í dag. Í upphafi árs glitti í endalokin á Covid-19 faraldrinum og sáu fjármálaráðherrar…
Bikarinn á loft á Hlíðarenda í fyrsta sinn í fjóra áratugi
Í dag er það helst að Valsmenn eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla, eftir sigur á Tindastólsmönnum í oddaleik úrslitaeinvígisins á Hlíðarenda í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tæp…
Ahmadreza Djalali og pólitískur þrýstingur stjórnvalda í Íran
Læknirinn og fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali, sem hefur verið í haldi í Íran frá árinu 2016, getur á hverri stundu búist við því að vera tekinn af lífi fyrir sakir sem mannréttindasamtök…
Mariupol öll á valdi Rússa og nýjustu vendingar í stríðinu
Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar og hefur því staðið yfir 82 daga, eða um tólf vikur. Strax á fyrsta degi innrásarinnar hófust sprengjuárásir rússneska hersins á hafnarborgina…
Hvaða máli skiptir sigur Kalush Orchestra fyrir Úkraínu?
Í fyrsta þætti Þetta helst fjallar Guðmundur Björn Þorbjörnsson um sigur Úkraínu í Eurovision, hið pólitíska landslag keppninnar og hvaða þýðingu sigurinn hefur fyrir Úkraínumenn.