Kastljós

Glæpir og afbrotavarnir, Sanna Marín, leirlistarsýning

Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífaárásar í Bankastræti á fimmtudag og hótana sem hafa gengið manna á millum á samfélagsmiðlum í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi en ríkisstjórnin afgreiddi í morgun frumvarp hans um afbrotavarnir. Kastljós ræddi við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna, og Margréti Valdimarsdóttur, dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.

Evrópa þarf vera sameinuð og sýna styrk gegn yfirgangi Rússa, segir Sanna Marín, forsætisráðherra Finnlands. Sanna Marín hélt ásamt Katrínu Jakobsdóttur opna málstofu í Þjóðminjasafninu í dag þar sem hún ræddi umsókn Finna Nató og öryggismál í Evrópu. Kastljós ræddi við Sönnu Marín.

Knúskrúsir, lófaskálar og endurunnið mávastell er meðal þess sem sjá á sýningu Leirlistafélags Íslands á Korpúlfsstöðum. Við litum í heimsókn.

Frumsýnt

22. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,