Kastljós

Réttarmeinafræði á Íslandi, Trump 2024, Bragi Valdimar

Þetta er bara venjuleg vinna og öllu jarðbundnari en mynd sem dregin er upp í sakamálaþáttum í sjónvarpi segja tveir íslenskir réttarlæknar sem Kastljós hitti á dögunum. Allar krufningar og í auknum mæli áverkarannsóknir eru á þeirra borði. Kastljós kynnti sér krufningar á Íslandi.

Donald Trump hefur tilkynnt hann hyggist bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna árið 2024. Fyrir örfáum vikum þótti staða hans nokkuð sterk en eftir kosningarnar um daginn hafa sífellt fleiri stuðningsmenn snúið við honum baki. Rætt við Silju Báru Ómarsdóttir.

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhentar í morgun í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Þau hlaut þessu sinni Bragi Valdimar Skúlason, textasmiður og Baggalútur.

Frumsýnt

16. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,