• 00:00:31Leita leiða til að koma föður sínum heim
  • 00:11:16Sjúkratryggingar Íslands
  • 00:14:18Chef Kabui

Kastljós

Sjúkraflug frá Spáni, viðbrögð Sjúktatrygginga, Chef Kabui

Gísli Finnsson, sem er fastur með heilaskaða á spítala á Spáni, er ekki eini Íslendingurinn í þeirri stöðu. Sigurður Kristinsson er 71 gamall Akureyringur sem býr hluta úr ári á Torrevieja. Um miðjan ágúst fékk hann heilablæðingu úti og var lagður inn á sjúkrahús. Þar er hann enn, þrátt fyrir tilraunir fjölskyldu hans til koma honum heim en hún kemur lokuðum dyrum hjá Sjúkratryggingum hvað sjúkraflug varðar. Kastljós ræddi við dætur Sigurðar.

Mörgum kemur á óvart Sjúkratryggingar Íslands greiði ekki sjúkraflug fyrir veika eða slasaða ríkisborgara erlendis sem þurfa koma heim til Íslands. Kastljós hitti Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og spurði hverju sætti.

Chef Kabui er kenískur kokkur sem kom til Íslands á dögunum til tala fyrir því sem hann kallar matarlýðræði, matarlæsi og réttinn til aðgengis hollri og lífrænni fæðu. Við kynntum okkur þessa hugmyndafræði.

Frumsýnt

4. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,