Kastljós

Úkraína, Helgi Þorgils

Allt er á suðupunkti á landamærum Rússlands og Úkraínu eftir Vladimír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk, sem eru innan landamæra Úkraínu, og skipaði í kjölfarið rússneska hernum fara yfir landamærin. Leiðtogar Vesturlanda segja ákvörðun Pútíns brot á alþjóðalögum, og gefa ekkert fyrir skýringar Pútíns um herinn eigi sinna friðargæslu. SIgríður Dögg ræðir við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur um stöðuna og í beinu framhaldi við þau Brynju Huld Óskarsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðing, og Ingólf Bjarna Sigfússon fréttamann.

Listamaðurinn Helgi Þorgils opnaði tvær sýningar síðastliðna helgi, eina á Akureyri og hina í Reykjavík. Þennan drjúga innblástur þakkar Helgi því vera síforvitinn fylgja eigin reglum. Guðrún Sóley heimsótti Helga í Reykjavík og Óðinn Svan skoðaði sýningu hans á Akureyri.

Frumsýnt

22. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,