• 00:00:18Móðir geranda í stafrænu ofbeldi
  • 00:07:57Viðbrögð við einelti
  • 00:17:44Pussy Riot á Íslandi

Kastljós

Viðtal við móður gerenda í stafrænu ofbeldi, María Alyokhina

Hvað eiga foreldrar gera þegar börn þeirra verða uppvís einelti eða meiðandi hegðun? Og hvernig á nærumhverfið bregðast við? Kastljós hefur undanförnu fjallað um gróf eineltis- og ofbeldismál og rætt við þolendur og aðstandendur þeirra. Þar á meðal er ungur drengur sem fékk hatursfull hljóðskilaboð send frá nokkrum strákum sem snerust um hann væri hinsegin. Tveir gerendanna hafa beðið drenginn afsökunar og hann ákveðið fyrirgefa þeim. Móðir annars þeirra segist ekki afsaka það sem sonur hennar gerði en þykir ömurlegt hann verði sjálfur fyrir hótunum um ofbeldi. Móðirin féllst á ræða við Kastljós en kemur ekki fram undir nafni til sonur hennar þekkist ekki og verði fyrir frekara aðkasti.

Rætt við Benediktu Sörensen Valtýsdóttur, skólastjóra Ofbeldisvarnarskólans, og Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnisstýru hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkur.

María Alyokhina er liðsmaður hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot, sem hefur um árabil gagnrýnt Vladimir Pútín verið fyrir vikið ofsótt í heimalandinu en vakið athygli á heimsvísu. María, eða Marsha eins og hún er kölluð er stödd hér á landi þar sem hún undirbýr viðburðaröð með Ragnari Kjartanssyni, sem liðsinnti henni raunar með flótta frá Rússlandi.

Frumsýnt

25. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,