• 00:00:56Þingmenn um fjármálaáætlun
  • 00:14:27Vöntun á erlendum sérfræðingum
  • 00:21:33Afsakið hlé Einars Arnar

Kastljós

Fjármálaáætlun, erlendir sérfræðingar, sýning Einars Arnar

Fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2027 var kynnt í dag en samkvæmt henni heldur skuldasöfnun áfram næstu árin þótt draga muni úr henni. Áætlunin hefur verið gagnrýnd, meðal annars vegna þess hún geri ráð fyrir lægri verðbólgu í ár en þegar er orðin og hún taki hvorki tillit til stríðsins í Úkraínu eða kjarasamninga. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins og Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn ræddu málin.

Alondra Silva Munoz segist geta valið á milli þess vera háð vinnuveitenda sínum eða maka. Það veruleikinn sem blasi við sérhæfðu starfsfólki utan EES sem vilji vinna á Íslandi. Kastljós kynnti sér málið.

Kyrrðin í sveitinni hefur sjaldan verið jafn truflandi og á sýningunni Afsakið - ekkert hlé, sem Einar Örn Benediktsson - oft kenndur við Sykurmolana - sýnir í Gallerí listamönnum á Skúlagötu. Við litum í heimsókn.

Frumsýnt

29. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,