Kastljós

Forsætisráðherra um kjaramál, Leynilöggan, myndlist á Akureyri

Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um aðkomu þeirra kjarasamingagerð. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fyrir svörum og ræddi um samningana, þjóðaröryggismál og margt fleira.

Kvikmyndin Leynilöggan er tilnefnd í flokki gamanmynda á evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem verða afhent í Hörpu á laugardag. Rætt við Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra myndarinnar, sem jafnframt er einn handritshöfunda og líklega eini leikstjórinn í heiminum sem hefur líka varið víti frá Messi á heimsmeistaramóti.

Í gilinu á Akureyri er fjöldi listasýninga sem sýnir fjölbreytta list, þar sem unnið er með textíl, vatnsliti og grafík. Kastljós brá sér til Akureyrar og ræddi við listamennina og aðstandendur sýninganna.

Frumsýnt

7. des. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,