• 00:00:18Kastljós: Jón Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir
  • 00:14:40Hnúðlax festir sig í sessi

Kastljós

Brottvísun, hnúðlax og leiksýning

Talsverð reiði er í samfélaginu vegna ákvörðunar stjórnvalda um vísa hátt í þrjú hundruð umsækjendum um alþjóðlega vernd úr landi. Um fjórðungi þeirra átti vísa aftur til Grikklands en alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn hafa lagst gegn því af mannúðarástæðum. Ástandið er ekki sagt skárra í Ungverjalandi en um 20 manns á vísa aftur þangað. Í þáttinn komu þau Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.

Hnúðlax er mun útbreiddari og finnst í meira magni í íslenskum ám en áður var talið. Ekki er vitað hvort fjölgun hnúðlaxa eigi eftir bitna á öðrum tegundum eða geti orðið hrein viðbót við fánu laxfiska. Kastljós ræddi við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknarstofnun.

Heimurinn hringsnýst í orðsins fyllstu merkingu í sýningunni Room for one Live sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Potturinn og pannan í sýningunni er sviðslistamaðurinn Kristján Ingimarsson sem sló í gegn á heimsvísu með verkinu Blam! fyrir áratug. Kastljós fór á æfingu.

Frumsýnt

24. maí 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,