Kastljós

Fastur á réttargeðdeild, brotið á grænlenskum konum, Listahátíð

Karlmaður sem var dæmdur ósakhæfur eftir líkamsárás 2017 situr enn á réttargæsludeild þótt allir séu sammála um þar eigi hann alls ekki heima. Ár er liðið frá því fjallað var um mál hans í fréttum og úrbótum lofað, en ekkert hefur gerst. Þau Jón Þorsteinn Sigurðsson réttargæslumaður, Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir og Hafrún Kolbeinsdóttir fóru yfir málið.

Dönsk heilbrigðisyfirvöld létu koma lykkjunni fyrir í minnsta kosti 4500 grænlenskum unglingsstúlkum án þeirrar vitundar á sjöunda áratugnum til hægja á fólksfjölgun í landinu. Málið hefur vakið mikla reiði á Grænlandi. Kastljós ræddi við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen.

Listahátíð Reykjavíkur hófst í dag og hluti hennar, jafnvel hjartað, verður Klúbbur Listahátíðar sem opnar í Iðnó á föstudag. Þar er þétt dagskrá sem er öllum opin og ókeypis, Kastljós leit við í Klúbbnum og kynnti sér nokkra viðburði.

Frumsýnt

1. júní 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,