Kastljós

Umönnun aldraðra, íslenskur læknir í Rúanda

Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hefur verið viðvarandi í áratugi, eins fjallað var um í Kveik á þriðjudag. Fyrir hálfum mánuði var þó kynntur nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem er ætlað bæta úr stöðunni. María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu og stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, og Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur og skrifstofustjóri öldrunarmála á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, fóru yfir stöðuna.

Martin Ingi Sigurðsson svæfinga- og gjörgæslulæknir er í Rúanda á vegum bandarísku hjálparsamtakanna Team Heart, sem sinna hjartalækningum í samvinnu við heilbrigðisráðuneyti landsins. Teymið sem Martin er hluti af fer nokkrum sinnum á ári til þessa smáa Afríkuríkis, þar sem alvarlegir hjartasjúkdómar af völdum streptókokka eru útbreitt vandamál. Kastljós ræddi við Martin.

Frumsýnt

28. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,