• 00:00:17Þarf að fara í bað í öðru sveitarfélagi
  • 00:07:18Búsetuúrræði fyrir fatlaða
  • 00:21:06Þín eigin bókasafnsráðgáta

Kastljós

Fastur í óhentugu húsnæði, Þuríður og Rósa, ráðgáta á bókasafni

Valdimar Númi Hjaltason, tæplega fimmtugur öryrki í Hafnarfirði, hefur þurft fara í sund í öðru sveitarfélagi til baða sig. Hann býr í bráðabirgðahúsnæði hjá föður sínum meðan hann bíður eftir hentugra húsnæði, en það er alls óvíst hvenær það getur orðið. Kastljós leit í heimsókn til Valdimars.

Í framhaldinu ræðir Bergsteinn við Þuríður Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, og Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði um búsetuúrræði fyrir fatlaða og félagslegt húsnæði.

Gerðuberg hefur umbreyst í hrollvekjandi fornbókabúð í ratleiknum Þín eigin bókasafnsráðgáta, sem menningarhúsið heldur í samvinnu við Ævar vísindamann. Kastljós fór í ratleik í Breiðholti.

Frumsýnt

21. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,