• 00:00:40Skýrslan um sölu Íslandsbanka
  • 00:11:17David Walliams á Íslandi
  • 00:19:48Hinsegin umfram aðra

Kastljós

Þingmenn um bankaskýrsluna, David Walliams, hinsegin list í Nýló

Hart var tekist á á Alþingi í dag um skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fóru yfir stöðuna.

David Walliams, einn vinsælasti barnabókahöfundur heims og jafnframt höfundur grínsins um tölvuna sem segir nei, heimsótti Ísland um helgina í tengslum við bókahátíðina Icelandic Noir. Kastljós ræddi við Walliams um bækur, innblástur og Little Britain.

Í Nýlistasafninu stendur yfir sýningin Hinsegin umfram aðra, sem er ætlað draga fram hinseiginleika í íslenskri list. Sýningin er fyrsta sinnar tegundar í íslensku safni og samanstendur af verkum úr safneign Nýlistasafnsins og nýjum verkum eftir hinsegin listafólk.?

Frumsýnt

15. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,