• 00:00:22Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Kastljósi
  • 00:05:02Albert Jónsson í Kastljósi
  • 00:11:24Sigurður Ingi Jóhannsson

Kastljós

Herkvaðning varaliðs í Rússlandi og umferðaröryggi á Íslandi

Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í morgun um herkvaðningu varaliðs Rússa en í gær boðaði hann atkvæðagreiðslu um hvort innlima eigi fjögur hernumin héruð Úkraínu í Rússland. Við ræddum stöðuna við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem stödd er á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, og við Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðing í utanríkis- og öryggismálum.

Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær var rætt við bresku feðginin Shreeraj og Shreerupa Laturia, sem komust lífs af úr einu versta umferðarslysi sem orðið hefur á Íslandi, við Núpsvötn árið 2018. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra, og fékk viðbrögð hans við sögu fjölskyldunnar.

Frumsýnt

21. sept. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,