Kastljós

Skíðafjör á Akureyri, Ljótu hálfvitarnir, Ástardrykkurinn

Kasljós heilsar frá Akureyri sem iðar af mannlífium helgina vegna vetrarfría í skólum víða um land. Hingað sækir fólk í vetraríþróttaparadísina enda er smekkfullt á öllum veitinga- og gististöðum og allt kraumar af gleði. Sigríður Dögg hitti gönguskíðafólk í Kjarnaskógi og fór í jómfrúarferðina á nýrri skíðalyftu í Hlíðarfjalli, en hún hitti Bibbi úr Ljótu hálfvitunum og Hauk vert á Græna hattinum.

Háir tónar og hlátur berast frá Þjóðleikhússkjallaranum þessa dagana, því grínóperan Ástardrykkurinn er flutt á fjölum hans með því nýja tvisti engar tvær sýningar eru eins. Guðrún Sóley svolgraði í sig ástardrykk og fór yfir það helsta sem er gerast um helgina.

Frumsýnt

18. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,