• 00:00:28Abbabbabb!
  • 00:05:51Göthe gjörningahátíð
  • 00:09:06Velkominn Árni

Kastljós

Abbababb, Göthe Gjörningahátíð og Velkominn Árni

Dans og söngvamyndin Abbababb er frumsýnd í dag en mikil tilhlökkun hefur verið hjá krökkunum sem koma fram í myndinni. Myndin er byggð á samnefndri barnaplötu Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, sem er betur þekktur undir nafninu Dr. Gunni. Við hittum leikstjóra myndarinnar og þrjá unga leikara sem fara með aðalhlutverk í myndinni.

Rætt við Arnbjörgu Maríu Danielsen sem er ásamt Thomasi Schaupp listrænn stjórnandi hátíðarinnar Goethe Morph Iceland. Listahátíðin er samstarfsverkefni Goethe Institut og Norræna hússins. Við kynnumst einnig sýningunni Growing body of evidence sem er hluti hátíðarinnar og opnar samhliða í Hvelfingu Norræna hússins.

lokum ræðum við við aðstandendur heimildarmyndarinnar Velkominn Árni. Á áttræðisaldri kemst Árni Jón Árnason óvænt því hver faðir hans kann vera. Heimildarmyndin Velkominn Árni fjallar um ferðalag hans til Bandaríkjanna, í leit uppruna sínum. Rætt við Viktoríu Hermannsdóttur og Allan Sigurðsson.

Frumsýnt

16. sept. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,