• 00:01:04Skotárás í miðborginni
  • 00:14:10Snjómokstur í ófærðinni
  • 00:18:11Pálínuboð í anda Verbúðarinnar

Kastljós

Skotárásir, ófærð og Verbúðin

Maður særðist í skotárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Nokkrum dögum áður voru karl og kona fyrir skoti í Grafarholti og skemmst er minnast kaldrifjaðrar aftöku í Rauðagerði. Hefur orðið eðlisbreyting á undirheimum Reykjavíkur með tíðari notkun skotvopna? Ef svo er, hvað þýðir það fyrir öryggi borgaranna og lögreglu? Bergsteinn ræðir við Grím Grímsson yfirlögregluþjón og Margréti Valdimarsdóttir, dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri,

Mikil ofankoma hefur raskað samgöngum viða um land. Á höfuðborgarsvæðinu hamast snjómokstursmenn við ryðja götur og vegi, en komast oft í hann krappann sjálfir eins og Guðrún Sóley komst upp á Hólmheiði.

Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hafa slegið rækilega í gegn, bæði hjá þeim sem muna þá tíma sem þættirnir gerast á en ekki síður yngri kynslóðum. Í vesturbænum hefur ungur vinahópur hist vikulega til horfa á Verbúðina. Í tilefni lokaþáttarins efndi hann til pálínuboðs, þar sem andi 9. áratugarins sveif yfir vötnum.

Frumsýnt

14. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,