• 00:00:54Horfur í efnahagsmálum
  • 00:11:00Hærri raforkureikningur vegna veðurblíðu
  • 00:15:21Hið ósagða í Tjarnarbíói

Kastljós

Efnahagsmál, dýrt skammdegi raforkubænda og leikrit um samskipti

Við spáðum í efnahagshorfur næsta árs, bæði hér heima og á heimsvísu. Verður verðbólga áfram og er útlit fyrir áframhaldandi kólnun á húsnæðismarkaði? Við ræddum við Jón Bjarka Bentsson hagfræðing.

Þó svo Íslendingar hafi sloppið við hækkun á raforkuverði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur hópur raforkuneytenda hér á landi þurft taka á sig hærri raforkureikning af allt öðrum ástæðum - einmuna veðurblíðu. Það hljómar öfugsnúið og slóum við á þráðinn til Gunnars Þorgeirssonar grænmetisbónda sem jafnframt er formaður Bændasamtakanna.

Síðan lítum við á æfingu verksins Hið ósagða, sem fjallar um krump og bagalegheit í samskiptum fólks.

Frumsýnt

6. des. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,