Kastljós

Veðrið í nóvember, HM í Katar, Sigurrós með tónleika á Íslandi

Veðrið í nóvember hefur verið óvenju hlýtt en þó er þetta ekki hlýjasti nóvembermánuður sem sögur fara af. Við ræddum um veðrið við Einar Sveinbjörnsson.

HM í Katar er farið af stað en umræðan um mannréttindabrot og uppbygginguna í landinu heldur áfram. Edda Sif Pálsdóttir hitti íslenska fjölskyldu sem býr í Katar og deildi reynslu sinni af því búa í landinu og hvernig heimamenn taka umræðunni um HM.

Hljómsveitin Sigurrós lýkur tónleikaferðalagi sínu með tónleikum á Íslandi. Kastljós settist niður með liðsmönnum sveitarinnar og ræddi um upphafið, skammlífan rokk-feril, skattamál og svo auðvitað tónlistina.

Frumsýnt

24. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,