Kastljós

Finnar og Svíar í NATO, Valur og Tindastóll, Andrea Bocelli á Íslandi

Svíþjóðar og Finnlands sótt formlega um aðild Atlantshafsbandalaginu. Þar með lýkur hernaðarhlutleysi ríkjanna tveggja sem staðið hefur um áratugaskeið en kveikja umsóknanna er innrás Rússa í Úkraínu. Við ræðum þessi tíðindi við finnska rithöfundinn Tapio Koivukari, Kára Gylfason fréttamann í Svíþjóð og Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Spennan er í hámarki á Hlíðarenda þar sem karlalið Vals og Tindastóls takast á um Íslandsmeistartitilinn í körfubolta. Við ræddum við stuðningsmenn liðanna í rífandi stemningu rétt fyrir leik.

Ítalska stórstjarnan Andrea Bocelli heldur tónleika í Kórnum í Kópavogi á laugardag. Við ræddum við þennan dáða stórsöngvara.

Frumsýnt

18. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,