• 00:00:20Sala Íslandsbanka
  • 00:12:22Öryggismenning á LSH
  • 00:23:00Sigurvegari Músíktilrauna

Kastljós

Sala Íslandsbanka, öryggismenning á LSH, sigurvegari Músíktilrauna

Sala á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið gagnrýnd fyrir leyndarhyggju en síðdegis var birtur listi yfir þá sem fengu kaupa hlut í bankanum. Bæði forsætis- og fjármálaráðherra höfðu sagt varpa þyrfti betra ljósi á söluna en ekki fengu allir kaupa hlut sem óskuðu eftir því. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og Kristrún Frostadóttir ræddu um söluferlið.

Öryggismenning á Landspítalanum er í brennidepli. Hópur lækna skrifaði grein í gær þar sem segir alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins, sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey. Þá sendu hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítalans frá sér yfirlýsingu í dag um ekki réttlætanlegt þeir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga við það óboðlega ástand sem ríki á bráðamóttökunni. Sigríður Dögg ræðir við læknana Martin Inga Sigurðsson og Jón Ívar Einarsson um stöðuna á spítalanum og leiðir til úrbóta.

Kolbrún Óskarsdóttir, eða KUSK, bar sigur í býtum á Músíktilraunum sem haldnar voru um helgina. Chanel Björk ræddi við þessa efnilegu tónlistarkonu.

Frumsýnt

6. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,