• 00:00:12Öllu aflétt á föstudag
  • 00:11:27Mannekla í öryggisstéttum
  • 00:20:14Íslensk leikkona í fransk-kanadískri mynd

Kastljós

Afléttingar, mannekla í lög-, toll- og fangagæslu, Tanja Björk

Ríkisstjórnin hefur samþykkt aflétta öllum samkomutakmörkunum og takmörkunum á landamærum á aðfaranótt föstudags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir voru gestir Sigríðar Daggar.

Á þriðja hundrað starfsmenn vantar í lögreglulið landsins ásamt toll- og fangavörðum, bæði vegna langvarandi manneklu og styttingar vinnuvikunnar. Á höfuðborgarsvæðinu er aðeins einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir kannar málið.

Leik­kon­an Tanja Björk Ómars­dótt­ir er tilnefnd til kanadísku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Le Bruit des Moteurs, eða Vél­ar­hljóð, sem sýnd er á Frönsku kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís. Chanel Björk hitti leikkonuna.

Frumsýnt

23. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,