• 00:00:18Starfsaðstæður sveitarstjórnarmanna
  • 00:13:39Mari hljóp tæplega sjöfalt maraþon
  • 00:19:25Ljósmyndahátíð á Patreksfirði

Kastljós

Aðstæður sveitarstjórnarfulltrúa, ofurhlaupari og sýning á Patró

Sex af hverjum tíu fulltrúum í sveitarstjórn hafa komið nýir inn í síðustu tvennum sveitarstjórnarkosningum, meira en helmingur segist hafa orðið fyrir áreiti og álíka margir segja greiðslur fyrir starf kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum of lágar. Þetta kom fram í rannsókn sem kynnt var á dögunum. Til ræða þetta komu í Kastljós Guðveig Eyglóardóttir, formaður starfshóps um aðstæður kjörinna fulltrúa, sem einnig er bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, og tveir fráfarandi sveitarstjórnarfulltrúar, Friðbjörg Matthíasdóttir, í Vesturbyggð og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, á Akureyri.

Við hittum einn mesta ofurhlaupara landsins í dag, Mari Järsk. Hún stóð uppi sem sigurvegari í Bakgarðskeppni Náttúruhlaupa um helgina, eftir hafa hlaupið vegalengd sem samvarar hátt í 7 maraþonum, á 43 klukkustundum - alls 288 kílómetra. Við ræddum við Mari í þættinum, sem var bæði þakklát og glöð, en dálítið aum í hnjánum.

Dynjandi, nekt og sjókvíaeldi voru viðfangsefni ljósmyndara sem dvöldu nýverið á Patreksfirði og héldu þar sýningu. Kastjós gerði sér ferð vestur og ræddi við kennara þeirra, ljósmyndarann og rithöfundinn Paul Bevan.

Frumsýnt

2. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,