Kastljós

Lokun Reykjanesbrautar og röskun á flugsamgöngum - og Pussy Riot

Meðal 10 bestu myndlistarsýninga ársins eru Flauelshryðjuverk Pussy Riot í Kling&Bang, mati menningarblaðamanna Washington Post. Sýningin er fyrsta yfirlitssýning á gjörningum Pussy Riot á heimsvísu og samvinnuverkefni þeirra og listamannanna sem starfrækja Kling & Bang. Kastljós heimsótti sýninguna.

Fjöldi farþega var innlyksa á Keflavíkurflugvelli og bjó við þröngan kost eftir ofankomuna um helgina sem lokaði Reykjanesbraut. Mörgum þykir tafirnar og röskunin hafa dregist fram úr öllu hófi og spyrja: hvers vegna var Reykjanesbraut ekki opnuð fyrr og hví hvar ekki hlúð betur fólki sem sat fast uppi á velli. Hingað eru komnir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia

Icelandair flaug með hátt í 400 farþega frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur í dag og kom vistum til fólks á Leifsstöð. Kastljós hitti Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.

Frumsýnt

20. des. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,