• 00:00:46Laufey
  • 00:08:07Myndlistarsýningin Blowout
  • 00:12:21Dagskrá leikhúsanna

Kastljós

Dagskrá leikhúsanna, Laufey og Blowout

Leikárið '22-'23 er á byrjunarpunkti og reglulegar frumsýningar framundan. Leikhússtjórarnir Magnús Geir Þórðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Sara Marti og Marta Nordal kynntu hápunkta leikársins.

Laufey gefur í dag út fyrstu breiðskífu sína Everything I Know About Love og fylgir þannig eftir góðu gengi undanfarinna ára á samfélagmiðlum og víðar.

Sýningin Blowout í Kling&Bang samanstendur af verkum þriggja listamanna; Joakims Derlow og listatvíeykisins Ellinor Aurora Aasgaard og Zayne Armstrong. Þar til mynda sjá málverk af dýnum, vídjólistaverk, endurgerða Grettis sögu og hljóðinnsetningu.

Frumsýnt

26. ágúst 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,