Kastljós

Kjarasamningar, kynfræðsla í grunnskólum, Feneyjatvíæringurinn 2024

Fulltrúar 17 félaga innan Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu kjarasamninga til 14 mánaða um helgina. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir þetta einu bestu samninga sem hann hafi gert, en formenn Eflingar og VR, hafa lýst yfir vonbrigðum með samninginn og virðist vera grunnt á hinu góða milli þessara fyrrum bandamanna. Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, voru gestir Kastljóss.

Kynfræðsla ætti vera skyldufag í skólum og hefjast við upphaf skólagöngu en til þess þyrfti breyta aðalnámskrá. Þetta er niðurstaða starfshóps um kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum sem skilaði tillögum til menntamálaráðherra fyrir einu og hálfu ári. En síðan hefur lítið gerst. Kastljós kannaði stöðuna.

Feneyjatvíæringnum, stærsta myndlistarviðburði heims, lauk í lok nóvember en hefur Myndlistarmiðstöð ákveðið hver fulltrúi Íslands verður á tvíæringnum 2024. Við komumst því hver það verður.

Frumsýnt

5. des. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,