Kastljós

Sirkushátíð, Elliðaárstöð, Flak á Patreksfirði og smassborgarar

Rætt við Birnu Bragadóttur, forstöðukonu Elliðaársstöðvar um uppbyggingu á svæðinu; aðstöðu til leikja og fræðslu auk óvæntra innsetninga í skógi Elliðaárdals. Um helgina fer fram sirkuslistahátíðin Flipp festival, listrænn stjórnandi hennar er Eyrún Ævarsdóttir. Hjónin Guðný Gígja Skjaldardóttir og Einar Óskar Sigurðsson fluttu frá Reykjavík vestur á firði í miðjum heimsfaraldri. Á Patreksfirði opnuðu þau FLAK sem er allt í senn; veitingastaður, samkomu- og tónleikahús og gallerý. Smassborgarar eru nýjasta nýtt í veitingabransanum, þó þeir hafi um árabil notið vinsælda vestanhafs. Atli Fannar Bjarkason setti saman örskýringu um þessa framúrstefnulegu nýjung.

Frumsýnt

23. júní 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,