• 00:00:15Spáð í kosningaúrslit
  • 00:19:51Eurovisionfararnir okkar

Kastljós

Úrslit sveitarstjórnakosninga, Eurovision-farar komnir heim

Línur eru skýrast eftir sveitastjórnarkosningar. Nýkjörnir fulltrúar sitja víða við samningaborð og reyna mynda meirihluta en sumstaðar er þess ekki þörf. Kastljós heyrði í nokkrum frambjóðendum, sem bæði hrósa sigri og sleikja sárin eftir helgina. Framsóknarflokkurinn náði hreinum meirihluta í Borgarbyggð, það sama gerði Í-listinn á Ísafirði en í Ölfusi náði Sjálfstæðisflokkurinn sínum besta árgangri meðal stærri sveitarfélaga. Í Hveragerði missti Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar sinn hreina meirihluta eftir 16 ár við völd.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, og Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM ráðgjafar, rýna líka í úrslit kosninganna á landsvísu, árangur einstakra flokka, hugsanlegar afleiðingar fyrir formenn þeirra og stöðuna í Reykjavík.

Eurovision-fararnir eru komnir heim eftir góða för til Tórínó á Ítalíu. Við ræddum við Siggu, Betu, Elínu, Eyþór og Lay Low.

Frumsýnt

16. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,