• 00:00:40Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna
  • 00:11:07Stunguárás í miðbænum
  • 00:18:21Líf flugvirkjans

Kastljós

Loftslagsmál og matvælastefna, hnífaárás, flugvirki í Örlygshöfn

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP 27, lauk í Egyptalandi í gær Henni hefur bæði verið lýst sem sögulegri, því þar náðist samkomulag um loftslagsbótasjóð fyrir fátækari ríki heims, en líka sem vonbrigðum - því ekkert var gert til draga úr losun gróðurhúsalofttegunda umfram það sem áður var ákveðið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherravar á ráðstefnunni og gerði hana upp í Kastljósi, auk þess segja frá nýrri matvælastefnu Íslands.

Lögreglan man ekki eftir öðrum eins átökum í undirheimum og í tengslum við hnífastunguárásina í Bankastræti fyrir helgi, sem hefur getið af sér ýmiskonar hefndaraðgerðir og hótanir. Hátt í 30 hafa verið handtekin, allt niður í nítján ára ungmenni, og tíu dæmd í gæsluvarðhald. Lögreglan óttast enn frekari átök. Margeir Sveinsson fór yfir stöðuna í Kastljósi.

Milli þess sem Árni Helgason horfir út um gluggann með kaffibolla í hönd og nýtur kyrrðarinnar í Örlygshöfn í Patreksfirði, ferðast hann til landa á borð við Simbabve og Saudí-Arabíu. Kastljós spjallaði við þennan víðförla Vestfirðing.

Frumsýnt

21. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,