• 00:00:17Njósnir í Evrópu
  • 00:10:32Broddi kveður
  • 00:19:28Sjö ævintýri um skömm

Kastljós

Njósnir í Evrópu, Broddi kveður og Sjö ævintýri um skömm

Tugir rússneskra njósnara hafa verið reknir úr landi í hinum ýmsu löndum Evrópu á undanförnum dögum og vikum en talið er njósnastarfsemi Rússa hafi aukist mjög undanförnu. Sigríður Dögg ræðir við Friðrik Jónsson sérfræðing í utanríkismálum um njósnir og njósnara fyrr og nú.

Broddi Broddason fréttamaður les sinn síðasta fréttatíma á morgun en hann hættir störfum eftir 36 ára feril hjá Ríkisútvarpinu. Guðrún Sóley ræddi við Brodda og samferðarfólk hans í tilefni tímamótanna.

Sjö ævintýri um skömm nefnist nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins um helgina. Guðrún Sóley leit við á æfingu.

Frumsýnt

31. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,