Kastljós

Húsnæðismál, velferð ungmenna og dansflokkurinn á balli

Lóðaskortur virðist ekki vera ástæðan fyrir því húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi á undanförnum árum. Eftir metár í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin þrjú ár er kominn hiksti í framkvæmdir, sem þarf laga sem fyrst ef markmið um byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum á nást. Við kynntum okkur húsnæðis og skipulagsmálin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga.

Ungmenni sváfu lengur og drukku minna af áfengi og orkudrykkjum í COVID - en eftir takmörkunum var aflétt eru þessi jákvæðu heilsufarsáhrif gengin til baka. Kvíði jókst í COVID og er enn mikill. Við fengum Ingibjörgu Evu Þórisdóttur lýðheilsufræðing til kynna niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Íslandsmeistari í breiki '87, ballerína á eftirlaunum og Bollywooddansari koma saman í dansverkinu Ball sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir annað kvöld. Við kynntum okkur málið.

Frumsýnt

5. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,