• 00:00:21Ferjusiglingar yfir Breiðafjörð í uppnámi
  • 00:04:54Heimsókn í Blóðbankann
  • 00:11:22Mæðgur og Arctic Creatures

Kastljós

Ferjan Baldur, heimsókn í Blóðbankann, 2 ljómyndasýningar

Ferjusiglingar yfir Breiðafjörð eru í uppnámi vegna tíðra bilana í ferjunni Baldri, vélarvana um helgina í annað sinn á rúmu ári. Úttektir sýna auki öryggi ábótavant og innviðaráðherra segir aðstæður óboðlegar. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, kallar eftir tafarlausum aðgerðum fyrir veturinn. Ef ekki verði fengin ferja til bráðabirgða þurfi auka viðbúnað í Stykkishólmi.

Blóðbankinn þarf um 12 þúsund blóðgjafir á ári hverju til mæta þörfum samfélagsins eða um 250 blóðgjafir í viku hverri. Reglulega þarf kalla sérstaklega eftir blóðgjöfum þegar birgðastaðan er lág enda mikilvægt sjúklingar geti fengið blóð með litlum fyrirvara. Kastljós fékk skoða starfsemi Blóðbankans og fræðast um það hvað gert er við blóðið áður en það er notað.

Ljósmyndasýningin Mæðgur eftir Gunnlöð Jónu Rúnarsdóttur stendur yfir í Borgarbókasafninu í Spönginn. Á sýningunni eru myndir af mæðgum; móðirin er alltaf íslensk og dóttirin eða dæturnar eiga feður af erlendum uppruna. Í Pop up galleríinu á Hafnartorgi halda listamennirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson myndlistarsýninguna Arctic Creatures, þar sem þeir sjást í ögrandi stellingum klæddir úrgangi sem rak á fjörur landsins

Frumsýnt

21. júní 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,