Kastljós

Vaxtahækkun, íslenskir tölvuleikir og sundsýning

Seðlabankinn tilkynnti um 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í dag - sem var í samræmi við það sem spáð hafði verið. Í yfirlýsingu peningastefnuefndar segir gert ráð fyrir verðbólga hjaðni þegar hægir á verðhækkun húsnæðis. Vaxtahækkunin á slá á eftirspurn því lánin verða dýrari - en það er einmitt það sem margir hafa haft áhyggjur af, afleiðingunum af hækkun á afborgunum lána. Til ræða ákvörðun Seðlabankans sat Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri fyrir svörum.

Tölvuleikjaiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið hratt undanfarin misseri. Í fyrra var fjárfest fyrir fjóra komma fjóra milljarða í geiranum CCP frátöldu og hefur starfsfólki fjölgað um 35%. Til ræða þetta betur kom Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, stjórnarmaður í tölvuleikjafyrirtækjum í Kastljós.

Í sundlaugum landsins svamla fjölbreyttir líkamar og í sturtuklefum þeirra er hversdagsleikinn allsber, eins og Guðrún Sóley fékk kynnast þegar hún heimsótti sýningu um sundmenningu Íslands.

Frumsýnt

9. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,