• 00:00:15Sólveig Anna endurkjörin formaður Eflinga
  • 00:10:15Geðlæknir um ofskynjunarsveppi
  • 00:21:06Melanie Ubaldo í RÝMD

Kastljós

Sólveig Anna, ofskynjunarsveppir og geðlækningar, Melanie Ubaldo

Sólveig Anna Jónsdóttir var endurkjörin formaður Eflingar í gær. Kosningin var haldin í skugga harðvítugra deilna milli hennar og starfsmanna á skrifstofu félagsins í kjölfar afsagnar þeirra Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra í lok október. En snýr hún aftur með endurnýjað umboð. Bergsteinn ræðir við Sólveigu Önnu.

Kveikur fjallaði í gær um rannsóknir á ofskynjunarefnum á borð við síló-síbín, sem er virka efnið í ofskynjunarsveppum. Þær benda til þess ofskynjunarefni gætu orðið næsta bylting í meðferð við geðsjúkdómum. Sigríður Dögg ræddi við Engilbert Sigurðsson geðlækni um þessar rannsóknir og hvort geðlæknar gætu verið opnið fyrir þessari meðferð. En fyrst skulum við sjá stutt brot úr þættinum.

Hatursfullar upphrópanir sem birtust nýverið á gluggarúðum í Breiðholti hafa vakið hörð viðbrögð vegfarenda og íbúa. Þær reyndust aftur á móti vera hluti sýningar listarkonunnar Melanie Ubaldo og byggja á hennar eigin upplifun. Guðrún Sóley heimsótti Melanie í hið glænýja gallerí RÝMD í Breiðholti.

Frumsýnt

16. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

,