Kastljós

Stríð í Úkraínu, netárásir í stríði og nýtt íslenskt tónverk

Sindri Björnsson, sem hefur búið í Úkraínu síðastliðin þrjú ár, flúði ásamt konu sinni og tveimur börnum frá Kænugarði fyrir nokkrum dögum. Eftir langt og strangt ferðalag komust þau yfir landamærin til Ungverjalands í gær og dvelja þar er á hóteli. Kastljós ræddi við í Sindra um stöðuna.

Olga Dibrova sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi er stödd hér á landi og segist sannfærð um Úkraína muni hafa betur í baráttunni við Rússa. Það í genum Úkraínumanna berjast fyrir föðurlandið. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Olgu í dag.

Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis á Íslandi, ræddi um netöryggi og netárásir í tengslum við stríðið í Úkraínu og getu Rússa til slíkra árása.

Splunkunýr píanókonsert sem saminn var sérstaklega fyrir Víking Heiðar Ólafsson hljómar í fyrsta sinn hér á landi í Grænu röðinni annað kvöld. Tónskáldið Daníel Bjarnason samdi verkið og stýrir jafnframt hljómsveitinni á tónleikunum. Guðrún Sóley heimsótti þá félaga í Hörpu.

Frumsýnt

1. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,