• 00:00:24Forstjóri Símans um söluna á Mílu
  • 00:11:02Gagnrýnir skýrslu um Laugaland

Kastljós

Sala Símans á Mílu, vistheimilið Varpholt

Sala Símans á Mílu til franska sjóðsstýringafyrirtækisins Ardian var samþykkt í dag eftir samkomulag náðist við Samkeppniseftirlitið. Salan hefur verið gagnrýnd, meðal annars vegna þjóðaröryggissjónarmiða, þar sem mikilvægir fjarskiptainnviðir eru í erlendri eigu. Orri Hauksson ræddi um söluna og framtíð Símans.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gaf í gær út svarta skýrslu sem sýnir sterkar vísbendingar um börn sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti og síðar Laugalandi á árunum 1997 til 2007 hafi sætt alvarlegu andlegu ofbeldi. Þá lýsti stór hluti þeirra sem rætt var við líkamlegu ofbeldi og áreitni, meðal annars frá hendi forstöðumannsins á þeim tíma, Ingjalds Ástþórssonar. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður ræddi við Dagnýju Rut Magnúsdóttur sem dvaldi á heimilinu.

Frumsýnt

15. sept. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,