• 00:00:02Heimsókn til Almannavarna
  • 00:12:29Allir í framboði
  • 00:18:10Straumnes Marínós

Kastljós

Óhlutbundin kosning, almannavarnir og Marínó Thorlacius

Almannavarnir hafa í nógu snúast þó heimsfaraldur líða undir lok. Rætt var við Víði Reynisson um núverandi verkefni deildarinnar. Sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti og í alls 9 sveitarfélögum fer fram óhlutbundin kosning, þar sem engir framboðslistar hafa verið lagðir fram. Þá eru strangt til tekið allir íbúar sveitafélagsins á kosningaaldri í framboði og dæmi finnast um fólk hafi verið kosið í sveitastjórn gegn sínum vilja. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Reykhólahreppi útskýrði þessa mögulegu stöðu mála. Síðast en ekki síst kynntumst við ljósmyndaranum Marínó Thorlacius, sem skiptir tíma sínum og verkefnum milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur.

Frumsýnt

26. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,