• 00:00:36Fyrirtækjamenning og kynferðisbrot
  • 00:07:43Fyrirtækjamenning og kynferðisbrot
  • 00:15:32Hótel Saga öll

Kastljós

Fyrirtækjamenning og kynferðisbrot, Hótel Saga öll

Mál fimmenninganna sem Vítalía Lazareva hefur sakað um kynferðisbrot og ósæmilega hegðun hefur vakið upp spurningar um fyrirtækjamenningu hér á landi. Einum hefur verið sagt upp, aðrir vikið til hliðar og hinir farið í leyfi. Þótt viðbrögðin séu afdráttalausari en oft hafa fyrirtækin sem eiga í hlut samt sem áður verið gagngrýnd fyrir hafa ekki brugðist við fyrr en nú, en ekki í október þegar Vítalía birti fyrst frásögn sína á samfélagsmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við Magnús Harðarson, forstjóra kauphallarinnar, sem segir stjórnir hefðu átt sýna meira frumkvæði í þessu máli. Einnig var rætt við Ásdísi Eir Símonardóttur, formann Mannauðs, félags fólks í mannauðsmálum, um hlutverk, úrræði og takmarkanir mannauðsstjóra í málum sem þessum.

Hótel Saga hefur tekið á móti sínum síðasta gesti. Hótelið varð gjaldþrota í haust og eftir nokkra óvissu keyptu ríkið og Félagsstofnun stúdenta húsið fyrir starfsemi háskólans og stúdentaíbúðir. Verið er búa húsið undir nýtt hlutverk en góðkunningjar Hótels Sögu blésu í glæður minninganna við Hagatorg.

Frumsýnt

12. jan. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,